Innlent

17 % færri umferðaslys það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra.

MYND/Vilhelm Gunnarsson

19 manns hafa látist í bílslysum það sem af er árinu. Samkvæmt Einari Magnúsi Magnússyni, upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, hefur almennum slysum þó fækkað um 17% frá því í fyrra, sé miðað við fyrstu níu mánuði áranna.

Einar Magnús segir líklegt að ýmsir þættir orsaki fækkun slysa í umferðinni. Til að mynda bætt ökukennsla, aukinn áróður og betri vitund ökumanna. Þá má einnig nefna punktakerfi lögreglunnar og bætt umferðamannvirki. Þótt slysum hafi fækkað er ástandið ekki nógu gott því eitt slys er einu slysi of mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×