Innlent

Matvæli dýrust á Íslandi af löndum Evrópu

MYND/Sigurður Jökull

Matvæli er dýrust á Íslandi af löndum Evrópu. Matvöruverð hérlendis er 42 prósentum hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Innflutningshömlur á búvörum eru talin helsta skýringin, að því er fram kemur í skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum, sem kynnt var í morgun.

Ráðamenn samkeppniseftirlitsins á Íslandi kynntu þessa samnorrænu skýrslu í morgun. Þar kemur fram að Ísland og Noregur skera sig úr öðrum löndum, Ísland 42 prósentum yfir meðalverði matvöru en Noregur 38 prósentum yfir. Athygli vekur að á árunum 1999 til 2005 hækkaði matvöruverð meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og í Evrópusambandslöndunum. Þegar spurt er um samþjöppun í smásöluverslun kemur óvart að Ísland sker sig ekki úr hinum norrænu löndunum, en Norðurlöndin skera sig þó úr öðrum löndum Evrópu. Samkeppniseftirlitið hyggst ekki sitja hjá aðgerðarlaust að sögn Páls Gunnar Pálssonar, forstjóra þess.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×