Hallæri í góðærinu 14. desember 2005 09:30 Kristinn H. Gunnarsson: "Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til." Einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum, stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögum frá norðanverðu Snæfellsnesi um Vestfirði og yfir allt Norðurland. Tilraunum Seðlabankans til þess að slá á þenslu og verðbólgu með hávaxtastefnu og ofurgengi krónunnar hefur Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst þannig að þegar hóstahryglurnar hætta og lífsandinn hverfur úr vitum þessara byggðarlaga, hverfi einnig sjúkdómseinkennin. Í raun má orða það svo að mótvægisaðgerðir stjórnvalda gegn þenslunni valdi nú uppdráttarsýki í nær gervallri sjávarbyggð landsins.Órólegir stjórnendur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Steingrímur J. Sigfússon "Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það [Sæplast] að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði."En hver eru þessi einkenni? Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ómyrkur í máli og segir að þörf sé á sérstakri byggðastefnu fyrir allt norðanvert landið í það minnsta. "Forsvarsmenn fyrirtækjanna velta ekki aðeins fyrir sér þeim möguleika að auka hagkvæmni og arðsemi með því að flytja fyrirtækin á suðvesturhorn landsins heldur einnig úr landi. Hvers vegna ætti rækjufyrirtæki, sem fær hráefnið frá Noregi ekki að setjast að í Skotlandi, steinsnar frá mikilvægasta markaðnum í Englandi? Ég veit að menn hafa verið að skoða Skotland og Eystrasaltslöndin," segir Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að fyrirtæki á borð við Sæplast hf. á Dalvík geti velt fyrir sér leiðum til að auka arðsemina. "Það er háð dýrum flutningum á aðföngum og á fullunnum framleiðsluvörum sem þurfa að komast á markað. Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði." Steingrímur telur að rótina að samruna málningarframleiðendanna Hörpu og Sjafnar hafi mátt rekja til hagræðis sem fengist með minni flutningum. "Menn hafi ákveðið að hafa aðeins þá framleiðslu á Akureyri sem síður væri háð flutningum og þyldi háan flutningskostnað. Fyrir þremur árum var ætlunin að kanna möguleikana á jöfnun flutningskostnaðar sem hefur farið sífellt hækkandi með auknum flutningum á landi og hækkandi eldsneytisverði. Ekkert hefur gerst í því máli enn," segir Steingrímur og telur að ósamkomulag stjórnarflokkanna og tómlæti ríkisstjórnarinnar ráði þar mestu um. 20.000 tonna byggðakvóti@Mynd -FoMed 6,5p CP:Einar Oddur Kristjánsson "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun."Kristinn H. Gunnarsson segir að rót vandans megi rekja til kvótakerfisins. "Fyrirtæki sem eru að byggja sig upp með kvótakaupum, til dæmis í Bolungarvík, eru í rauninni að vinna fyrir aðra kvótaeigendur. Þau taka lán til kvótakaupa og borga skuldir en kvótaeigandinn, sem telur seðlana, er annars staðar." Kristinn segir að í þenslunni hafi stjórnvöld tekið sjávarútvegsmálin út fyrir sviga og sagt að ekki mætti hreyfa þar við neinu. "Samt hafa skýrslur, meðal annars á vegum Byggðastofnunar, sýnt samspilið á milli fiskveiðistjórnunarinnar og afkomu mikilvægustu atvinnufyrirtækjanna á þessum landsvæðum. Það sem þar var sagt hefur í raun allt gengið eftir. Það hefur ekki verið pólítískur vilji til þess að breyta kerfinu. Hagsmunir fárra eru teknir fram yfir hagsmuni margra. Til að snúa þessu að einhverju leyti við þarf afgerandi aðgerð eins og tuttugu þúsund tonna byggðakvóta í stað þrjú þúsund tonna. Vandinn mun gjósa upp þangað til tekið verður á honum," segir Kristinn. Auglýst eftir byggðastefnu@Mynd -FoMed 6,5p CP:Siglufjörður Kvótinn fer, Síminn fer, lögreglan fer og allir í leit að hagkvæmni. Lifir sjávarbyggðin þensluna af?Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, benti á það í Fréttablaðinu í gær að á suðvesturhorninu búi sveitarfélög við skilyrði sem færir þeim auknar tekjur. "Þegar komið er norður fyrir Snæfellsnes og allt austur á land eru sveitarfélög með allt að fjögur þúsund íbúa í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna." "Mér finnst hafa ríkt ákveðinn doði og engin stór skref stigin nema á Austurlandi." Útsvarstekjur eru lang mikilvægustu tekjur sveitarfélaga og eru algerlega háðar atvinnuástandi, fjölda starfa og tekjum einstaklinga. Minnkandi tekjur þeirra endurspegla þannig fækkun starfa og minnkandi tekjur. "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun og það kemur niður á tekjum þessara sveitarfélaga. Þetta er svo aftur tengt vaxtahækkunum Seðlabankans," segir Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Í þessum byggðarlögum er afturför í atvinnumálum og fækkun starfa í sjávarútvegi," segir Kristinn H. Gunnarsson. "Það hafa ekki verið möguleikar til að bregðast við framsalinu því brottflutningur veiðiheimilda veldur fækkun starfa og atvinnuuppbyggingin hefur ekki verið í öðrum greinum, hvorki í opinberri þjónustu né á öðrum sviðum. Mikið óöryggi fylgir kvótatilflutningunum. Framtakið hefur verið sáralítið. Eina umtalsverða átakið eru álversframkvæmdirnar á Austurlandi og svo nokkur viðleitni í Eyjafirði í kringum menntastofnanir og hugsanlega stóriðju þar. Að öðru leyti skila stjórnvöld nánast auðu. Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til," segir Kristinn. Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum, stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögum frá norðanverðu Snæfellsnesi um Vestfirði og yfir allt Norðurland. Tilraunum Seðlabankans til þess að slá á þenslu og verðbólgu með hávaxtastefnu og ofurgengi krónunnar hefur Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst þannig að þegar hóstahryglurnar hætta og lífsandinn hverfur úr vitum þessara byggðarlaga, hverfi einnig sjúkdómseinkennin. Í raun má orða það svo að mótvægisaðgerðir stjórnvalda gegn þenslunni valdi nú uppdráttarsýki í nær gervallri sjávarbyggð landsins.Órólegir stjórnendur@Mynd -FoMed 6,5p CP:Steingrímur J. Sigfússon "Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það [Sæplast] að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði."En hver eru þessi einkenni? Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ómyrkur í máli og segir að þörf sé á sérstakri byggðastefnu fyrir allt norðanvert landið í það minnsta. "Forsvarsmenn fyrirtækjanna velta ekki aðeins fyrir sér þeim möguleika að auka hagkvæmni og arðsemi með því að flytja fyrirtækin á suðvesturhorn landsins heldur einnig úr landi. Hvers vegna ætti rækjufyrirtæki, sem fær hráefnið frá Noregi ekki að setjast að í Skotlandi, steinsnar frá mikilvægasta markaðnum í Englandi? Ég veit að menn hafa verið að skoða Skotland og Eystrasaltslöndin," segir Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að fyrirtæki á borð við Sæplast hf. á Dalvík geti velt fyrir sér leiðum til að auka arðsemina. "Það er háð dýrum flutningum á aðföngum og á fullunnum framleiðsluvörum sem þurfa að komast á markað. Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði." Steingrímur telur að rótina að samruna málningarframleiðendanna Hörpu og Sjafnar hafi mátt rekja til hagræðis sem fengist með minni flutningum. "Menn hafi ákveðið að hafa aðeins þá framleiðslu á Akureyri sem síður væri háð flutningum og þyldi háan flutningskostnað. Fyrir þremur árum var ætlunin að kanna möguleikana á jöfnun flutningskostnaðar sem hefur farið sífellt hækkandi með auknum flutningum á landi og hækkandi eldsneytisverði. Ekkert hefur gerst í því máli enn," segir Steingrímur og telur að ósamkomulag stjórnarflokkanna og tómlæti ríkisstjórnarinnar ráði þar mestu um. 20.000 tonna byggðakvóti@Mynd -FoMed 6,5p CP:Einar Oddur Kristjánsson "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun."Kristinn H. Gunnarsson segir að rót vandans megi rekja til kvótakerfisins. "Fyrirtæki sem eru að byggja sig upp með kvótakaupum, til dæmis í Bolungarvík, eru í rauninni að vinna fyrir aðra kvótaeigendur. Þau taka lán til kvótakaupa og borga skuldir en kvótaeigandinn, sem telur seðlana, er annars staðar." Kristinn segir að í þenslunni hafi stjórnvöld tekið sjávarútvegsmálin út fyrir sviga og sagt að ekki mætti hreyfa þar við neinu. "Samt hafa skýrslur, meðal annars á vegum Byggðastofnunar, sýnt samspilið á milli fiskveiðistjórnunarinnar og afkomu mikilvægustu atvinnufyrirtækjanna á þessum landsvæðum. Það sem þar var sagt hefur í raun allt gengið eftir. Það hefur ekki verið pólítískur vilji til þess að breyta kerfinu. Hagsmunir fárra eru teknir fram yfir hagsmuni margra. Til að snúa þessu að einhverju leyti við þarf afgerandi aðgerð eins og tuttugu þúsund tonna byggðakvóta í stað þrjú þúsund tonna. Vandinn mun gjósa upp þangað til tekið verður á honum," segir Kristinn. Auglýst eftir byggðastefnu@Mynd -FoMed 6,5p CP:Siglufjörður Kvótinn fer, Síminn fer, lögreglan fer og allir í leit að hagkvæmni. Lifir sjávarbyggðin þensluna af?Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, benti á það í Fréttablaðinu í gær að á suðvesturhorninu búi sveitarfélög við skilyrði sem færir þeim auknar tekjur. "Þegar komið er norður fyrir Snæfellsnes og allt austur á land eru sveitarfélög með allt að fjögur þúsund íbúa í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna." "Mér finnst hafa ríkt ákveðinn doði og engin stór skref stigin nema á Austurlandi." Útsvarstekjur eru lang mikilvægustu tekjur sveitarfélaga og eru algerlega háðar atvinnuástandi, fjölda starfa og tekjum einstaklinga. Minnkandi tekjur þeirra endurspegla þannig fækkun starfa og minnkandi tekjur. "Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun og það kemur niður á tekjum þessara sveitarfélaga. Þetta er svo aftur tengt vaxtahækkunum Seðlabankans," segir Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Í þessum byggðarlögum er afturför í atvinnumálum og fækkun starfa í sjávarútvegi," segir Kristinn H. Gunnarsson. "Það hafa ekki verið möguleikar til að bregðast við framsalinu því brottflutningur veiðiheimilda veldur fækkun starfa og atvinnuuppbyggingin hefur ekki verið í öðrum greinum, hvorki í opinberri þjónustu né á öðrum sviðum. Mikið óöryggi fylgir kvótatilflutningunum. Framtakið hefur verið sáralítið. Eina umtalsverða átakið eru álversframkvæmdirnar á Austurlandi og svo nokkur viðleitni í Eyjafirði í kringum menntastofnanir og hugsanlega stóriðju þar. Að öðru leyti skila stjórnvöld nánast auðu. Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til," segir Kristinn.
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum