Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 21:14 Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna. Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. Sú tala er mun hærri en ríkin tvö hafa í ljós látið. Pútín sagði þetta á fundi sem var sjónvarpaður í dag og sagðist hann ræða við bæði ríki oft á dag og hefur haldið því til haga að hann muni ekki taka afstöðu með öðru hvoru ríkinu í deilum þeirra um héraðið. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Þá sagði hann að yfirvöld í Moskvu séu ósammála tyrkneskum yfirvöldum – sem styðja Aserbaídsjan í deilunum – í afstöðu þeirra til deilnanna. Hann hefur einnig kallað eftir því að Bandaríkin aðstoði við að tryggja frið á svæðinu. Bæði Armenía og Aserbaídsjan hafa sakað hvort annað um að hafa brotið vopnahlé í Nagorno-Karabakh sem sett var á vegna mannúðarástæðna. Segja mun færri hafa látist Átök milli ríkjanna í héraðinu brutust út í september. Héraðið hefur lengi verið alþjóðlega samþykkt sem hluti af Aserbaídsjan en íbúar þess eru að mestum hlut Armenar, og snúast deilurnar að miklu leyti um þjóðerni íbúa þess. Átök á svæðinu hafa ekki verið meiri í rúm 25 ár eða frá því að sex ára stríði um landssvæðið lauk árið 1994 með vopnahléi. Rússland er í hernaðarbandalagi við Armeníu og er rússnesk herstöð staðsett þar í landi. Rússland á hins vegar ríka sögu og mikil tengsl við Aserbaídsjan en bæði ríkin voru hluti af Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. „Dauðsföllin eru mun fleiri hjá báðum hliðum, meira en 2.000 hjá hvoru ríki,“ sagði Pútín á fundinum í dag og bætti hann við að dauðsföllin nálguðust fimm þúsund. Talan er mun hærri en þær sem Aserbaídsjan og Armenía hafa gefið út, og segja nýjustu dánartölur að dauðsföll séu færri en þúsund. Yfirvöld í Nagorno-Karabakh segja að 874 af hermönnum þeirra hafi fallið og 37 almennir borgarar frá því þann 27. september. Aserbaídsjan hefur gefið út að 61 aserskir borgarar hafi dáið en hafa ekki greint frá fjölda dáinna hermanna.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Tengdar fréttir Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46
Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. 13. október 2020 12:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent