„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2026 20:46 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Verðbólga mælist nú 5,2 prósent og er það töluvert umfram spár og hafa margir gagnrýnt ýmsar hækkanir sem gerðar voru á opinberum gjöldum um áramótin. Margar þeirra tengjast ökutækjum. Sjá einnig: Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Daði Már segir að breytingar á gjaldtöku af bílum sé liður í vegferð sem hafi staðið yfir nokkuð lengi. Um þetta hafi nú átt að vera „þokkalega mikil“ pólitísk sátt, þar sem þessi tekjustofn hafi rýrnað mjög mikið á undanförnum árum. Þá sé íslenska ríkið í mikilli innviðaskuld og til að taka á því, eins og ríkisstjórnin sé samstíga um, þurfi auðvitað fjármagn. Daði Már vildi ekki taka undir að þetta væri mögulega fórnarkostnaður heimila á landinu. Hann hefði ekki sagt það. „Það er þannig að um áramót eru að jafnaði gerðar breytingar á opinberum gjöldum og þær hækkanir sem koma fram núna í þessari mælingu voru nokkuð fyrirséðar, upp á 0,3 prósent, sem er ekki mikið frábrugðið því sem hefur verið undanfarin ár,“ sagði hann. Hann sagði að það þyrfti að taka á þessari innviðaskuld. Telma Tómasson sagði þróunina með vexti, verðbólgu og verðlag vera þvert á þau loforð sem ríkisstjórnin veitti fyrir síðustu kosningar og spurði hvað stæði til að gera svo hægt væri að ná tökum á ástandinu. „Hér er nefnilega málið. Ef þú ætlar að reyna að nota ríkisfjármálin til að stuðla að verðlagsstöðugleika, lægri verðbólgu, þá gerir þú það með því að og draga úr halla. Það er nákvæmlega það sem við höfum verið að gera.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa verið gagnrýnda í fyrravor fyrir fjármálaáætlun sem gerði ráð fyrir verulega minni halla en áður og hallalausum fjárlögum á næsta ári. „Þannig náum við að stýra eftirspurn. Þannig náum við að stýra verðbólgu gegnum ríkisfjármálin. Þú gerir það ekki frá mánuði til mánaðar og það þarf auðvitað að halda áfram að reka ríkið og veita þá þjónustu sem fólk kallar eftir. Aðspurður um mögulegt þanþol þjóðarinnar og kannski sérstaklega láglaunaðs fólks og ungs fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið, sagði Daði að þessi nýja verðbólgumæling væru honum mikil vonbrigði. „Vegna þess að ég hef lagt mig fram um, og ríkisstjórnin, að gera það sem hægt er að gera með ríkisfjármálunum. Mér þykir mikið af þeirri gagnrýni sem kemur nú fram á þessar gjaldabreytingarnar sem urðu um áramótin, svona ómaklegar því þær eru hluti af þessari vegferð,“ sagði Daði Már. „Ég get ekki sagt annað en: Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur. Ég mun leggja mig allan fram og ekki hvílast fyrr en við höfum náð árangri með að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það er það sem við ætluðum að gera og það er það sem við munum gera.“ Daði Már bætti við að hann vildi að hann gæti gert meira og hraðar. Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10 Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. 29. janúar 2026 11:35 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,2 prósent og er það töluvert umfram spár og hafa margir gagnrýnt ýmsar hækkanir sem gerðar voru á opinberum gjöldum um áramótin. Margar þeirra tengjast ökutækjum. Sjá einnig: Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Daði Már segir að breytingar á gjaldtöku af bílum sé liður í vegferð sem hafi staðið yfir nokkuð lengi. Um þetta hafi nú átt að vera „þokkalega mikil“ pólitísk sátt, þar sem þessi tekjustofn hafi rýrnað mjög mikið á undanförnum árum. Þá sé íslenska ríkið í mikilli innviðaskuld og til að taka á því, eins og ríkisstjórnin sé samstíga um, þurfi auðvitað fjármagn. Daði Már vildi ekki taka undir að þetta væri mögulega fórnarkostnaður heimila á landinu. Hann hefði ekki sagt það. „Það er þannig að um áramót eru að jafnaði gerðar breytingar á opinberum gjöldum og þær hækkanir sem koma fram núna í þessari mælingu voru nokkuð fyrirséðar, upp á 0,3 prósent, sem er ekki mikið frábrugðið því sem hefur verið undanfarin ár,“ sagði hann. Hann sagði að það þyrfti að taka á þessari innviðaskuld. Telma Tómasson sagði þróunina með vexti, verðbólgu og verðlag vera þvert á þau loforð sem ríkisstjórnin veitti fyrir síðustu kosningar og spurði hvað stæði til að gera svo hægt væri að ná tökum á ástandinu. „Hér er nefnilega málið. Ef þú ætlar að reyna að nota ríkisfjármálin til að stuðla að verðlagsstöðugleika, lægri verðbólgu, þá gerir þú það með því að og draga úr halla. Það er nákvæmlega það sem við höfum verið að gera.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa verið gagnrýnda í fyrravor fyrir fjármálaáætlun sem gerði ráð fyrir verulega minni halla en áður og hallalausum fjárlögum á næsta ári. „Þannig náum við að stýra eftirspurn. Þannig náum við að stýra verðbólgu gegnum ríkisfjármálin. Þú gerir það ekki frá mánuði til mánaðar og það þarf auðvitað að halda áfram að reka ríkið og veita þá þjónustu sem fólk kallar eftir. Aðspurður um mögulegt þanþol þjóðarinnar og kannski sérstaklega láglaunaðs fólks og ungs fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið, sagði Daði að þessi nýja verðbólgumæling væru honum mikil vonbrigði. „Vegna þess að ég hef lagt mig fram um, og ríkisstjórnin, að gera það sem hægt er að gera með ríkisfjármálunum. Mér þykir mikið af þeirri gagnrýni sem kemur nú fram á þessar gjaldabreytingarnar sem urðu um áramótin, svona ómaklegar því þær eru hluti af þessari vegferð,“ sagði Daði Már. „Ég get ekki sagt annað en: Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur. Ég mun leggja mig allan fram og ekki hvílast fyrr en við höfum náð árangri með að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það er það sem við ætluðum að gera og það er það sem við munum gera.“ Daði Már bætti við að hann vildi að hann gæti gert meira og hraðar.
Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10 Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. 29. janúar 2026 11:35 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10
Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. 29. janúar 2026 11:35
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12
Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00