Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2026 19:29 Halla Gunnarsdóttir formaður VR, segir að það endi bara á einn veg ef fyrirtæki noti tækifærið og hækki verð. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. Verðbólga mælist nú 5,2 prósent sem er umfram spár. Um áramótin tóku gildi ýmsar breytingar stjórnvalda sem tengjast ökutækjum og höfðu áhrif á verðbólgu. Bensínverð lækkaði en á móti hækkuðu veggjöld. Verð á bifreiðum hækkaði um 13,3 prósent. „Þetta eru auðvitað váleg tíðindi. Við erum að sjá mikla hækkun og það sem veldur auðvitað áhyggjum er að við erum að horfa bæði upp á hækkanir af hendi hins opinbera sem eru að skila sér út í verðlag líka. Svo erum við að horfa á það að fyrirtæki séu að hækka verð.“ Það hafi verið fyrirséð að hækkun vörugjalda hefði talsverð áhrif á verðbólgu. „Bílasalar eru að velta öllu út í verðlagið. Það er ekkert náttúrulögmál að fyrirtæki þurfi að velta öllu út í verðlag“ Hún óttist nú tvennt muni gerast. „Það eru annars vegar fyrirtæki sem hækka verð af því þau geta ekki annað og hins vegar fyrirtæki sem hækka verð af því þau geta það. Ég vil nú kannski tala til þeirra sem eru í síðarnefnda hópnum og segja að ef allir gera þetta, ef allir reyna að nota svigrúmið sem þeir hafa til að hækka verð á verðbólgutímum, að þá munu kjarasamningar hækka í haust.“ Skilyrði til að rifta kjarasamningum er að verðbólga mælist yfir 4,7% prósentum í haust. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur segir að stjórnvöld hefðu mátt fara hægar í sakirnar.Vísir/Anton Brink Hagfræðingur Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna því drifkraftur hennar í janúar hafi verið hækkun opinberra gjalda en ekki undirliggjandi verðbólguþrýstingur. „Við búumst við að hún hjaðni frá þessum gildum, sem betur fer, en hún er þrálát og það er mikið áhyggjuefni hvað hún er að reynast þrálát. Hún er komin aftur yfir fimm prósentin sem hún hefur ekki verið frá því í september 2024.“ Stjórnvöld hafi mátt bíða með hækkun opinberra gjalda. „Verð á bílum hækkaði talsvert, það voru miklar breytingar á vörugjöldum hvað varðar bíla og kolefnisgjöld og svo framvegis. Stjórnvöld hefðu kannski mátt hugsa það betur og gera þetta í skrefum. Þetta er ekki gott þegar verðbólga er enn þrálát. Við erum með verðbólgu yfir markmiðum og svo kemur þetta ofan á.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir ákvörðun sína í næstu viku. „Okkur finnst líklegt að hún ræði það að hækka vexti miðað við þessar verðbólgutölur og miðað við þráláta verðbólgu en líklegast er að hún haldi vöxtum óbreyttum.“ Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Tókst að kynda undir verðbólgubálið“ og útséð um vaxtalækkanir á næstunni Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO. 29. janúar 2026 12:58 Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,2 prósent sem er umfram spár. Um áramótin tóku gildi ýmsar breytingar stjórnvalda sem tengjast ökutækjum og höfðu áhrif á verðbólgu. Bensínverð lækkaði en á móti hækkuðu veggjöld. Verð á bifreiðum hækkaði um 13,3 prósent. „Þetta eru auðvitað váleg tíðindi. Við erum að sjá mikla hækkun og það sem veldur auðvitað áhyggjum er að við erum að horfa bæði upp á hækkanir af hendi hins opinbera sem eru að skila sér út í verðlag líka. Svo erum við að horfa á það að fyrirtæki séu að hækka verð.“ Það hafi verið fyrirséð að hækkun vörugjalda hefði talsverð áhrif á verðbólgu. „Bílasalar eru að velta öllu út í verðlagið. Það er ekkert náttúrulögmál að fyrirtæki þurfi að velta öllu út í verðlag“ Hún óttist nú tvennt muni gerast. „Það eru annars vegar fyrirtæki sem hækka verð af því þau geta ekki annað og hins vegar fyrirtæki sem hækka verð af því þau geta það. Ég vil nú kannski tala til þeirra sem eru í síðarnefnda hópnum og segja að ef allir gera þetta, ef allir reyna að nota svigrúmið sem þeir hafa til að hækka verð á verðbólgutímum, að þá munu kjarasamningar hækka í haust.“ Skilyrði til að rifta kjarasamningum er að verðbólga mælist yfir 4,7% prósentum í haust. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur segir að stjórnvöld hefðu mátt fara hægar í sakirnar.Vísir/Anton Brink Hagfræðingur Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna því drifkraftur hennar í janúar hafi verið hækkun opinberra gjalda en ekki undirliggjandi verðbólguþrýstingur. „Við búumst við að hún hjaðni frá þessum gildum, sem betur fer, en hún er þrálát og það er mikið áhyggjuefni hvað hún er að reynast þrálát. Hún er komin aftur yfir fimm prósentin sem hún hefur ekki verið frá því í september 2024.“ Stjórnvöld hafi mátt bíða með hækkun opinberra gjalda. „Verð á bílum hækkaði talsvert, það voru miklar breytingar á vörugjöldum hvað varðar bíla og kolefnisgjöld og svo framvegis. Stjórnvöld hefðu kannski mátt hugsa það betur og gera þetta í skrefum. Þetta er ekki gott þegar verðbólga er enn þrálát. Við erum með verðbólgu yfir markmiðum og svo kemur þetta ofan á.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir ákvörðun sína í næstu viku. „Okkur finnst líklegt að hún ræði það að hækka vexti miðað við þessar verðbólgutölur og miðað við þráláta verðbólgu en líklegast er að hún haldi vöxtum óbreyttum.“
Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Tókst að kynda undir verðbólgubálið“ og útséð um vaxtalækkanir á næstunni Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO. 29. janúar 2026 12:58 Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
„Tókst að kynda undir verðbólgubálið“ og útséð um vaxtalækkanir á næstunni Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO. 29. janúar 2026 12:58
Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. 29. janúar 2026 12:10
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12