Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2026 09:43 Adrian Gonzales, og Nico LaHood, annar verjenda hans, eftir að hann var sýknaður. AP/Sam Owens, The San Antonio Express-News Fyrrverandi lögregluþjónn, sem var einn þeirra fyrstu sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 var í gær sýknaður af ákærum um að hafa yfirgefið 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Saksóknarar höfðu haldið því fram að Adrian Gonzales hefði gerst brotlegur með því að hafa ekki fylgt eftir þjálfun sinni þegar hann mætti á vettvang og elt uppi árásarmanninn. Hann var fljótur á vettvang og rakst á konu sem benti honum í átt að árásarmanninum en Gonzales réðst ekki til atlögu gegn honum, þó skothríð hafi ómað í skólanum. Þess í stað beið hann. Gonzales stóð frammi fyrir allt að tveggja ára fangelsisvist en reynslan hefur sýnt að kviðdómendur eru ólíklegir til að sakfella lögregluþjóna fyrir aðgerðaleysi. Þetta er í annað sinn sem lögregluþjónn er sýknaður af aðgerðaleysi vegna skotárásar í skóla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Kviðdómendur virðast hafa verið sammála verjendum Gonzales um að komið hefði verið fram við hann með ósanngjörnum hætti. Hann hafi einn verið tekinn út fyrir sviga af hundruð lögregluþjóna sem mættu á vettvang árásarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post bentu verjendur Gonzales á það að fjórir aðrir lögregluþjónar mættu í skólann á nánast sama tíma og hann. Þrír þeirra hafi getað séð árásarmanninn en Gonzales hafi ekki verið í aðstöðu til þess. Nokkrum mínútum eftir að hann mætti á vettvang fór Gonzales inn í skólann með nokkrum öðrum lögreglumönnum en árásarmaðurinn skaut á þá og þeir hörfuðu. Javier Cazares, faðir Jackie Cazares, sem lést í árásinni í Uvalde, etir að að kviðdómendur sýknuðu Gonzales.AP/Sam Owen, The San Antonio Express-News Biðu á ganginum í 77 mínútur Tæplega fjögur hundruð lögregluþjónar mættu á vettvang árásarinnar en þrátt fyrir það liðu 77 mínútur þar til morðinginn var felldur. Myndbönd úr skólanum sýndu að þeir fyrstu sem mættu á vettvang hörfuðu frá árásarmanninum og biðu á göngum skólans á meðan skothljóð heyrðust úr kennslustofunni og á meðan nemendur sem þóttust vera dánir inni í skólastofunni hringdu eftir aðstoð. Árásin er ein sú banvænasta sem gerð hefur verið í skóla í Bandaríkjunum. Kennarar sem lifðu árásina af voru meðal þeirra sem báru vitni í réttarhöldunum en þau stóðu yfir í þrjár vikur. Verjendur Gonzales sökuðu saksóknara þá um að reyna að gera málið tilfinningaþrungið og hafa þannig áhrif á kviðdómendur. Þeir viðurkenndu að mikil sorg ríkti í samfélaginu en það að fangelsa Gonzales, myndi ekki laga neitt. Það heiðraði ekki börnin að beita Gonzales órétti í þeirra nafni. Pete Arredono hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann var yfirmaður Gonzales í lögreglunni í Uvalde. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Saksóknarar höfðu haldið því fram að Adrian Gonzales hefði gerst brotlegur með því að hafa ekki fylgt eftir þjálfun sinni þegar hann mætti á vettvang og elt uppi árásarmanninn. Hann var fljótur á vettvang og rakst á konu sem benti honum í átt að árásarmanninum en Gonzales réðst ekki til atlögu gegn honum, þó skothríð hafi ómað í skólanum. Þess í stað beið hann. Gonzales stóð frammi fyrir allt að tveggja ára fangelsisvist en reynslan hefur sýnt að kviðdómendur eru ólíklegir til að sakfella lögregluþjóna fyrir aðgerðaleysi. Þetta er í annað sinn sem lögregluþjónn er sýknaður af aðgerðaleysi vegna skotárásar í skóla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Kviðdómendur virðast hafa verið sammála verjendum Gonzales um að komið hefði verið fram við hann með ósanngjörnum hætti. Hann hafi einn verið tekinn út fyrir sviga af hundruð lögregluþjóna sem mættu á vettvang árásarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post bentu verjendur Gonzales á það að fjórir aðrir lögregluþjónar mættu í skólann á nánast sama tíma og hann. Þrír þeirra hafi getað séð árásarmanninn en Gonzales hafi ekki verið í aðstöðu til þess. Nokkrum mínútum eftir að hann mætti á vettvang fór Gonzales inn í skólann með nokkrum öðrum lögreglumönnum en árásarmaðurinn skaut á þá og þeir hörfuðu. Javier Cazares, faðir Jackie Cazares, sem lést í árásinni í Uvalde, etir að að kviðdómendur sýknuðu Gonzales.AP/Sam Owen, The San Antonio Express-News Biðu á ganginum í 77 mínútur Tæplega fjögur hundruð lögregluþjónar mættu á vettvang árásarinnar en þrátt fyrir það liðu 77 mínútur þar til morðinginn var felldur. Myndbönd úr skólanum sýndu að þeir fyrstu sem mættu á vettvang hörfuðu frá árásarmanninum og biðu á göngum skólans á meðan skothljóð heyrðust úr kennslustofunni og á meðan nemendur sem þóttust vera dánir inni í skólastofunni hringdu eftir aðstoð. Árásin er ein sú banvænasta sem gerð hefur verið í skóla í Bandaríkjunum. Kennarar sem lifðu árásina af voru meðal þeirra sem báru vitni í réttarhöldunum en þau stóðu yfir í þrjár vikur. Verjendur Gonzales sökuðu saksóknara þá um að reyna að gera málið tilfinningaþrungið og hafa þannig áhrif á kviðdómendur. Þeir viðurkenndu að mikil sorg ríkti í samfélaginu en það að fangelsa Gonzales, myndi ekki laga neitt. Það heiðraði ekki börnin að beita Gonzales órétti í þeirra nafni. Pete Arredono hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann var yfirmaður Gonzales í lögreglunni í Uvalde. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“