Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2026 10:22 Ræða Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, í Davos í gær hefur vakið mikla athygli. AP/ean Kilpatrick Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Carney á efnahagsráðstefnunni í Davos í gær. Ræðan hefur vakið umtalsverða athygli, meðal annars hér á landi. Carney hóf ræðu sína á að segja að heimurinn stæði á krossgötum. „Í dag ætla ég að ræða rofið á þeirri heimsskipan sem við þekkjum, endalok góðrar sögu og upphaf grimms veruleika þar sem alþjóðapólitík stórveldanna sætir engum takmörkunum,“ sagði Carney. Meðalríki verði að stíga upp og standa saman Um leið talaði hann til „miðlungsríkja“ á borð við Kanada, ríkja sem ekki eru eiginleg stórveldi en búi þó yfir ákveðinni getu og benti á að slík ríki væru ekki valdalaus. „Þau hafa getu til að byggja upp nýtt heimsskipulag sem byggir á gildum okkar, líkt og virðingu fyrir mannréttindum, sjálfbærri þróun, samstöðu, fullveldi og virðingu fyrir landamærum ríkja.“ Vald þeirra valdaminni þurfi að byrja á hreinskilni. „Á hverjum degi erum við minnt á það að við lifum á átakatímum á milli stórvelda. Að veröld sem byggir á reglum er að hverfa. Að þeir sterku gera það sem þeir geta, og hinir veiku þurfi að þola fyrir það.“ Í ræðunni, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan, fór Carney um víðan völl og notaði meðal annars samlíkingu við tíma Sovétríkjanna, þegar borgarar og viðskiptamenn hafi sýnt fylgni og hlýðni við valdboðana til að lenda ekki í vandræðum, þrátt fyrir að hafa ekki trú á þeirri stefnu sem samfélaginu var gert að lúta. Því líkti Carney við stöðu heimsmála og sagði að nú væri tími til kominn til að brjótast út. Yfirburðum Bandaríkjanna væri ekki lengur hægt að treysta eða njóta góðs af þeirri heimsskipan sem ríkt hefur. Miðlungsríki geti ekki lengur látið bjóða sér þá kúgunartilburði sem nú viðgangist. „Miðlungsveldi verða að vinna saman því ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum,“ sagði Carney sem nefndi fjölda dæma máli sínu til stuðnings sem ekki verða öll rakin hér. Stórveldi hafi efni á því að halda áfram ein og ná þannig sínu fram, en það geti minni og meðalstór ríki ekki. „Loksins, loksins!“ Meðal þeirra sem brugðist hafa við ræðunni eru Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur verið afar gagnrýninn á tollastefnu Trumps Bandaríkjaforseta. „Í þetta sinn er það vel þess virði að lesa alla ræðuna, ekki bara fréttirnar upp úr henni,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook þar sem hann deilir áfram texta ræðunnar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur, er líka hrifin. „Loksins, loksins! Frábær ræða þjóðarleiðtoga sem setur fram skýra sýn á það umbreytinga- og uppbrotsástand sem er í alþjóðakerfinu nú um stundir. Fyrirsjáanleiki hins frjálslynda heimsskipulags, sem Bandaríkin skópu og stýrðu að miklu leyti, er horfinn. Við umbárum frávikin vegna þess ábata sem það skilaði. Sá ábati verður ekki til staðar í kerfi þar sem verslun og viðskipti eru vopnvædd. Carney segir skýrt að við þurfum að sýna meiri metnað en að reisa bara hærri múra í kringum landamæri okkar,“ skrifar Silja Bára á sinn Facebook-vegg í morgun. Kanada Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Carney á efnahagsráðstefnunni í Davos í gær. Ræðan hefur vakið umtalsverða athygli, meðal annars hér á landi. Carney hóf ræðu sína á að segja að heimurinn stæði á krossgötum. „Í dag ætla ég að ræða rofið á þeirri heimsskipan sem við þekkjum, endalok góðrar sögu og upphaf grimms veruleika þar sem alþjóðapólitík stórveldanna sætir engum takmörkunum,“ sagði Carney. Meðalríki verði að stíga upp og standa saman Um leið talaði hann til „miðlungsríkja“ á borð við Kanada, ríkja sem ekki eru eiginleg stórveldi en búi þó yfir ákveðinni getu og benti á að slík ríki væru ekki valdalaus. „Þau hafa getu til að byggja upp nýtt heimsskipulag sem byggir á gildum okkar, líkt og virðingu fyrir mannréttindum, sjálfbærri þróun, samstöðu, fullveldi og virðingu fyrir landamærum ríkja.“ Vald þeirra valdaminni þurfi að byrja á hreinskilni. „Á hverjum degi erum við minnt á það að við lifum á átakatímum á milli stórvelda. Að veröld sem byggir á reglum er að hverfa. Að þeir sterku gera það sem þeir geta, og hinir veiku þurfi að þola fyrir það.“ Í ræðunni, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan, fór Carney um víðan völl og notaði meðal annars samlíkingu við tíma Sovétríkjanna, þegar borgarar og viðskiptamenn hafi sýnt fylgni og hlýðni við valdboðana til að lenda ekki í vandræðum, þrátt fyrir að hafa ekki trú á þeirri stefnu sem samfélaginu var gert að lúta. Því líkti Carney við stöðu heimsmála og sagði að nú væri tími til kominn til að brjótast út. Yfirburðum Bandaríkjanna væri ekki lengur hægt að treysta eða njóta góðs af þeirri heimsskipan sem ríkt hefur. Miðlungsríki geti ekki lengur látið bjóða sér þá kúgunartilburði sem nú viðgangist. „Miðlungsveldi verða að vinna saman því ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum,“ sagði Carney sem nefndi fjölda dæma máli sínu til stuðnings sem ekki verða öll rakin hér. Stórveldi hafi efni á því að halda áfram ein og ná þannig sínu fram, en það geti minni og meðalstór ríki ekki. „Loksins, loksins!“ Meðal þeirra sem brugðist hafa við ræðunni eru Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur verið afar gagnrýninn á tollastefnu Trumps Bandaríkjaforseta. „Í þetta sinn er það vel þess virði að lesa alla ræðuna, ekki bara fréttirnar upp úr henni,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook þar sem hann deilir áfram texta ræðunnar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur, er líka hrifin. „Loksins, loksins! Frábær ræða þjóðarleiðtoga sem setur fram skýra sýn á það umbreytinga- og uppbrotsástand sem er í alþjóðakerfinu nú um stundir. Fyrirsjáanleiki hins frjálslynda heimsskipulags, sem Bandaríkin skópu og stýrðu að miklu leyti, er horfinn. Við umbárum frávikin vegna þess ábata sem það skilaði. Sá ábati verður ekki til staðar í kerfi þar sem verslun og viðskipti eru vopnvædd. Carney segir skýrt að við þurfum að sýna meiri metnað en að reisa bara hærri múra í kringum landamæri okkar,“ skrifar Silja Bára á sinn Facebook-vegg í morgun.
Kanada Donald Trump Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“