Íslenski boltinn

Fram lagði Leiknismenn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Byström skoraði eitt marka Fram í dag.
Byström skoraði eitt marka Fram í dag. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Fram vann 3-1 sigur á Leikni í A-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta í fimbulkulda í Úlfarsárdal.

Leikurinn fór fram í hádeginu og er í annarri umferð riðilsins. Leiknismenn komust yfir í leiknum þökk sé marki Viktors Andra Péturssonar snemma leiks.

Kennie Chopart jafnaði hins vegar fyrir Framara fyrir hléið og staðan 1-1 í hálfleik.

Jakob Byström og Róbert Hauksson, sem gekk í raðir Fram frá Leikni í vetur, skoruðu svo sitt hvort markið undir lok leiks til að tryggja Frömurum 3-1 sigur.

Fram er þá með fjögur stig í A-riðlinum eftir tvo leiki en Leiknir er án stiga. Fram mætir næst Víkingi þann 24. janúar en Leiknir mætir Fjölni á miðvikudaginn kemur.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×