Innlent

Ekið inn í verslun og á ljósa­staur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír gistu fangageymslur í morgun.
Þrír gistu fangageymslur í morgun. Vísir/Vilhelm

Engan sakaði þegar ökumaður ók inn í verslun í gærkvöldi eða nótt, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Um óhapp var að ræða. 

Ökumaður og tveir farþegar slösuðust hins vegar í öðru atviki, þegar bifreið hafnaði á ljósastaur. Allir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl. Þá var ekið á gangandi vegfaranda en viðkomandi slasaðist ekki og þurfti ekki aðstoð frá sjúkraliði.

Einn var handtekinn í borginni fyrir að fara ekki að ítrekuðum fyrirmælum lögreglu og annar fyrir brot á tilkynningarskyldu. Þá voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×