Íslenski boltinn

Al­freð hættur hjá Breiðabliki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur kvatt Kópavoginn. 
Alfreð Finnbogason hefur kvatt Kópavoginn.  vísir/Anton

Alfreð Finnbogason hefur látið af störfum sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks og mun vitja nýrra ævintýra hjá Rosenborg í Noregi.

Alfreð tók við störfum í Kópavoginum síðla sumars 2024. Hann var þá enn spilandi leikmaður erlendis en fótboltaferlinum lauk örfáum mánuðum síðar.

„Hann hefur síðan þá verið afar mikilvægur hluti af öllu okkar starfi, hvort sem horft er til uppbyggingar og þróunar meistaraflokka félagsins eða áherslna og framtíðarsýnar hjá yngri flokkunum“ segir í tilkynningu Breiðabliks.

Í ráðgjafatíð Alfreðs hjá Breiðabliki var samningur þjálfarans Halldórs Árnasonar framlengdur um þrjú ár í sumar, en umdeilt er hversu mikið Alfreð hafði með það að gera. Halldór var látinn fara þegar tímabilinu í Bestu deild karla lauk og Ólafur Ingi Skúlason tók við stjórastöðunni.

Alfreð var leikmaður í meistaraflokki félagsins frá 2008 til 2010 og vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitil.

„Nú þegar hann hverfur frá okkur á ný fylgja honum innilegar þakkir frá öllu stuðningsfólki Breiðabliks“ segir einnig í tilkynningu Breiðabliks.

Í tilkynningu frá Rosenborg segir að Alfreð taki við starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu og hafi skrifað undir samning til ársins 2030. Rosenborg endaði í 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. 

Fréttin er uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×