Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 10:02 Nokkrum tímum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas veðjaði huldumaður fúlgum fjár á að Nicolás Maduro yrðu steypt af stóli. AP/Matias Delacroix Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Þetta hefur vakið vangaveltur um að einhver, mögulega innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi nýtt upplýsingar um væntanlega árás til að hagnast. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum fimmtíu milljónum króna. Bætti verulega í rétt fyrir árásina Samkvæmt frétt Wall Street Journal stofnaði þessi tiltekni aðili reikning á Polymarket í síðasta mánuði. Polymarket er tiltölulega vinsæl veðmálasíða sem byggir á rafmyntum og er hægt að veðja þar um hina óvenjulegustu hluti. Þar lagði hann fyrst fram veðmál um að Maduro yrði steypt af stóli þann 27. desember. Á næstu dögum bætti hann stöðugt við og lagði meira undir, samhliða aukinni spennu milli Bandaríkjanna og Venesúela. Þegar fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas hafði þessi aðili í heildina veðjað um 34 þúsund dölum í að Maduro yrði steypt af stóli. Fyrir það fékk hann nærri því 410 þúsund dali í verðlaun. Meira en helming upphæðarinnar sem viðkomandi lagði undir veðjaði hann kvöldið áður en árásin var gerð. Mögulegur innherji Þetta hefur vakið spurningar um það að sá sem veðjaði hafi vitað af því að til stæði að gera árás á Venesúela og nema Maduro á brott. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að líklega sé svo. Þetta séu miklir peningar til að veðja án þess að mikið af opinberum upplýsingum hafi legið fyrir. Fregnir hafa borist af því að blaðamenn nokkurra bandarískra miðla hafi komist að því að til stæði að gera árás á Venesúela en ekki sagt frá því og þá hafði undirbúningur fyrir árásina staðið yfir í þó nokkrar vikur. Ef í ljós kemur að viðkomandi er bandarískur embættismaður sem nýtti upplýsingar sem hann öðlaðist vegna starfs síns yrði hægt að lögsækja hann fyrir innherjaupplýsingar. Nokkur sambærileg atvik hafa átt sér stað á Polymarket að undanförnu. Einn tiltekinn aðili hefur til að mynda hagnast verulega á því að veðja á hluti sem gerst hafa innan veggja Google. Hann virðist til að mynda hafa vitað hver mest gúggluðu orð síðasta árs yrðu og græddi 1,2 milljónir dala í veðmálum um það. Skömmu áður hafði hann grætt um hundrað þúsund dali á veðmálum sem tengdust Gemini 3 gervigreind Google. Shayne Coplan, stofnandi og yfirmaður Polymarket sagði í nýlegu viðtali við WSJ að notendur Polymarket fylgdust í rauninni sjálfir með skringilegum veðmálum þar. Þeir notuðu gögn síðunnar til að finna skringileg veðmál og reyndu að forðast þau. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Þetta hefur vakið vangaveltur um að einhver, mögulega innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi nýtt upplýsingar um væntanlega árás til að hagnast. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum fimmtíu milljónum króna. Bætti verulega í rétt fyrir árásina Samkvæmt frétt Wall Street Journal stofnaði þessi tiltekni aðili reikning á Polymarket í síðasta mánuði. Polymarket er tiltölulega vinsæl veðmálasíða sem byggir á rafmyntum og er hægt að veðja þar um hina óvenjulegustu hluti. Þar lagði hann fyrst fram veðmál um að Maduro yrði steypt af stóli þann 27. desember. Á næstu dögum bætti hann stöðugt við og lagði meira undir, samhliða aukinni spennu milli Bandaríkjanna og Venesúela. Þegar fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas hafði þessi aðili í heildina veðjað um 34 þúsund dölum í að Maduro yrði steypt af stóli. Fyrir það fékk hann nærri því 410 þúsund dali í verðlaun. Meira en helming upphæðarinnar sem viðkomandi lagði undir veðjaði hann kvöldið áður en árásin var gerð. Mögulegur innherji Þetta hefur vakið spurningar um það að sá sem veðjaði hafi vitað af því að til stæði að gera árás á Venesúela og nema Maduro á brott. Sérfræðingar segja í samtali við WSJ að líklega sé svo. Þetta séu miklir peningar til að veðja án þess að mikið af opinberum upplýsingum hafi legið fyrir. Fregnir hafa borist af því að blaðamenn nokkurra bandarískra miðla hafi komist að því að til stæði að gera árás á Venesúela en ekki sagt frá því og þá hafði undirbúningur fyrir árásina staðið yfir í þó nokkrar vikur. Ef í ljós kemur að viðkomandi er bandarískur embættismaður sem nýtti upplýsingar sem hann öðlaðist vegna starfs síns yrði hægt að lögsækja hann fyrir innherjaupplýsingar. Nokkur sambærileg atvik hafa átt sér stað á Polymarket að undanförnu. Einn tiltekinn aðili hefur til að mynda hagnast verulega á því að veðja á hluti sem gerst hafa innan veggja Google. Hann virðist til að mynda hafa vitað hver mest gúggluðu orð síðasta árs yrðu og græddi 1,2 milljónir dala í veðmálum um það. Skömmu áður hafði hann grætt um hundrað þúsund dali á veðmálum sem tengdust Gemini 3 gervigreind Google. Shayne Coplan, stofnandi og yfirmaður Polymarket sagði í nýlegu viðtali við WSJ að notendur Polymarket fylgdust í rauninni sjálfir með skringilegum veðmálum þar. Þeir notuðu gögn síðunnar til að finna skringileg veðmál og reyndu að forðast þau.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10. október 2025 22:08