„Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2026 19:09 Íbúi í Nuuk kallar eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins með Grænlensku þjóðinni. Samsett Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. „Þetta er svo hernaðarlega mikilvægt. Núna er allt morandi í rússneskum og kínverskum skipum í kringum Grænland. Við þurfum á Grænlandi að halda frá sjónarhóli þjóðaröryggis og Danmörk mun ekki geta séð um það, það get ég sagt þér.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gærkvöldi en hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Venesúela hefur sett ásælni Trumps í nýtt og óhugnanlegra samhengi. Í gær sendi formaður landsstjórnar Grænlands frá sér harðorða yfirlýsingu og sagði nóg komið. Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum Sýnar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálakonu um áhrif vendinganna á grænlensku þjóðina. „Þessi innrás í Venesúela opnar þessi gömlu sár svo að segja, opnar þessa umræðu aftur og hversu langt erum við komin í þessari stöðu? Það er þessi tilfinning. Hvernig er hægt að stoppa þetta af? Alþjóðasamfélagið er komið fram með sínar yfirlýsingar til Danmerkur og Grænlands og það er byrjað, en það var ekki sama í fyrra, þá vorum við mjög alein í heiminum.“ Hún rifjar upp óttann og álagið sem margir landar hennar upplifðu fyrir ári þegar Trump yngri og Charlie Kirk heitinn lentu á Grænlandi eftir að Bandaríkjaforseti hafði látið í ljós vilja til að taka yfir Grænland. „Þá var þetta miklu meiri óöryggistilfinning og hræðsla í fólkinu en í dag er meiri reiði og valdefling; einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af.“ Inga Dóra kveðst vera raunsæismanneskja og vill fá skýrari svör um hvernig það liti út fyrir Grænlendinga ef hið ótrúlega gerðist; að Bandaríkin tækju yfir Grænland. Henni finnst eins og verið sé að halda aftur af fólki að eiga umræðu um þá sviðsmynd. „Til að ekki komi upp „panick“ stemning en það þarf virkilega að tala opið um stöðuna og það finnst mér vanta eins og er því þetta gæti orðið að veruleika.“ Inga Dóra segir stöðuna flókna. „Það er eins og við séum peð í stóru spili. Fólki hefur áður fundist Trump bara vera með orðræðu og talið að ekkert væri á bak við orðin en nú er tilfinningin öðruvísi, það er þessi tilfinning að þetta gæti alveg skeð. Það gæti alveg skeð að Bandaríkin sjái um sína hagsmuni og vilji Grænland inn undir Bandaríkin.“ Hún kallar eftir því að fjölmiðlar rýni í þá sviðsmynd að Bandaríkin taki yfir Grænland. „Hvernig það myndi líta út? Því við verðum að vera viðbúin ef það skildi gerast. Því þetta er svo ótrúlegt mál.“ „Hvað viltu með Grænland? hvað er hér sem er svona áhugavert? Það eru náttúrulega auðlindir, alveg eins og er í Venesúela og það hefur mikið að segja fyrir okkur hvort þetta eru rökin fyrir því að taka Grænland yfir, hvaða afleiðingar hefði það og hver gæti varið Grænland gagnvart þessu? Þetta er rosalega alvarlegt mál.“ Hún hvetur bandamenn Grænlands til að sýna samstöðu. „Það er bandarískur konsúll hér sem er að skila skilaboðum í Hvíta húsið þannig að það má alveg sýna samstöðu og vera að ybba gogg svolítið fyrir stöðu Grænlands í þessu máli. Þetta er hvatning til Íslendinga og almennt til fólks um að sýna stuðning sinn.“ Bandaríkin Grænland Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
„Þetta er svo hernaðarlega mikilvægt. Núna er allt morandi í rússneskum og kínverskum skipum í kringum Grænland. Við þurfum á Grænlandi að halda frá sjónarhóli þjóðaröryggis og Danmörk mun ekki geta séð um það, það get ég sagt þér.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gærkvöldi en hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Venesúela hefur sett ásælni Trumps í nýtt og óhugnanlegra samhengi. Í gær sendi formaður landsstjórnar Grænlands frá sér harðorða yfirlýsingu og sagði nóg komið. Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum Sýnar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálakonu um áhrif vendinganna á grænlensku þjóðina. „Þessi innrás í Venesúela opnar þessi gömlu sár svo að segja, opnar þessa umræðu aftur og hversu langt erum við komin í þessari stöðu? Það er þessi tilfinning. Hvernig er hægt að stoppa þetta af? Alþjóðasamfélagið er komið fram með sínar yfirlýsingar til Danmerkur og Grænlands og það er byrjað, en það var ekki sama í fyrra, þá vorum við mjög alein í heiminum.“ Hún rifjar upp óttann og álagið sem margir landar hennar upplifðu fyrir ári þegar Trump yngri og Charlie Kirk heitinn lentu á Grænlandi eftir að Bandaríkjaforseti hafði látið í ljós vilja til að taka yfir Grænland. „Þá var þetta miklu meiri óöryggistilfinning og hræðsla í fólkinu en í dag er meiri reiði og valdefling; einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af.“ Inga Dóra kveðst vera raunsæismanneskja og vill fá skýrari svör um hvernig það liti út fyrir Grænlendinga ef hið ótrúlega gerðist; að Bandaríkin tækju yfir Grænland. Henni finnst eins og verið sé að halda aftur af fólki að eiga umræðu um þá sviðsmynd. „Til að ekki komi upp „panick“ stemning en það þarf virkilega að tala opið um stöðuna og það finnst mér vanta eins og er því þetta gæti orðið að veruleika.“ Inga Dóra segir stöðuna flókna. „Það er eins og við séum peð í stóru spili. Fólki hefur áður fundist Trump bara vera með orðræðu og talið að ekkert væri á bak við orðin en nú er tilfinningin öðruvísi, það er þessi tilfinning að þetta gæti alveg skeð. Það gæti alveg skeð að Bandaríkin sjái um sína hagsmuni og vilji Grænland inn undir Bandaríkin.“ Hún kallar eftir því að fjölmiðlar rýni í þá sviðsmynd að Bandaríkin taki yfir Grænland. „Hvernig það myndi líta út? Því við verðum að vera viðbúin ef það skildi gerast. Því þetta er svo ótrúlegt mál.“ „Hvað viltu með Grænland? hvað er hér sem er svona áhugavert? Það eru náttúrulega auðlindir, alveg eins og er í Venesúela og það hefur mikið að segja fyrir okkur hvort þetta eru rökin fyrir því að taka Grænland yfir, hvaða afleiðingar hefði það og hver gæti varið Grænland gagnvart þessu? Þetta er rosalega alvarlegt mál.“ Hún hvetur bandamenn Grænlands til að sýna samstöðu. „Það er bandarískur konsúll hér sem er að skila skilaboðum í Hvíta húsið þannig að það má alveg sýna samstöðu og vera að ybba gogg svolítið fyrir stöðu Grænlands í þessu máli. Þetta er hvatning til Íslendinga og almennt til fólks um að sýna stuðning sinn.“
Bandaríkin Grænland Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18