Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Agnar Már Másson skrifar 3. janúar 2026 07:35 Donald Trump fyrirskipaði árásirnar. AP Bandaríkin réðust á Venesúela í morgun, að sögn bandarískra fjölmiðla. Íbúar höfuðborgarinnar Caracas í Venesúela vöknuðu upp við sprengingar. Skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma (kl. 6 GMT) í morgun heyrðust sprengingar víða, að því er El País greinir frá. Sjónarvottar segjast hafa heyrt í flugvélum á himni og séð reyk rísa upp úr herstöðvum víða um, þar á meðal við bækistöðvar flughersins í Tiega Fierta og í herstöðinni La Carlota. CBS, Fox og Reuters hafa eftir heimildarmönnum sínum í Hvíta húsinu að Donald Trump hafi fyrirskipað árásirnar en fulltrúar Hvíta hússins hafa aftur á móti neitað að tjá sig um málið opinberlega. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ávarpi að Bandaríkin stæðu að baki árásunum og lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Spenna hefur aukist milli Bandaríkjanna og Venesúela undanfarið, einkum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hófu að fyrirskipa loftárásir á venesúelska báta úti á hafi. Trump sendi nýlega eitt stærsta herskip Bandaríkjanna að ströndum Venesúela en hann er sagður vilja skipta út Maduro. Veistu meira? Ertu mögulega í La Caracas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. „Þeir eru að sprengja Caracas,“ skrifar Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, á samfélagsmiðla. „Látið heiminn allan vita að þeir hafa ráðist á Venesúela. Þeir eru að sprengja með loftskeytum.“ Vegfarendur hlaupa eftir að hafa heyrt sprengingar.AP Trump hefur haldið því fram að þrýstingurinn sem þau beita Venesúela sé til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl frá Venesúela. Maduro og Trump ræddu síðast 12. nóvember en í gær sagðist Maduro vera reiðubúinn í að ræða samkomulag til að berjast gegn eiturlyfjasmygli. Maduro vill meina að Bandaríkin hafi framkvæmt árásirnar til að komast í olíubirgðir Venesúelabúa. Fréttin hefur verið uppfærð. Venesúela Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan 2 að staðartíma (kl. 6 GMT) í morgun heyrðust sprengingar víða, að því er El País greinir frá. Sjónarvottar segjast hafa heyrt í flugvélum á himni og séð reyk rísa upp úr herstöðvum víða um, þar á meðal við bækistöðvar flughersins í Tiega Fierta og í herstöðinni La Carlota. CBS, Fox og Reuters hafa eftir heimildarmönnum sínum í Hvíta húsinu að Donald Trump hafi fyrirskipað árásirnar en fulltrúar Hvíta hússins hafa aftur á móti neitað að tjá sig um málið opinberlega. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ávarpi að Bandaríkin stæðu að baki árásunum og lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Spenna hefur aukist milli Bandaríkjanna og Venesúela undanfarið, einkum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hófu að fyrirskipa loftárásir á venesúelska báta úti á hafi. Trump sendi nýlega eitt stærsta herskip Bandaríkjanna að ströndum Venesúela en hann er sagður vilja skipta út Maduro. Veistu meira? Ertu mögulega í La Caracas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. „Þeir eru að sprengja Caracas,“ skrifar Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, á samfélagsmiðla. „Látið heiminn allan vita að þeir hafa ráðist á Venesúela. Þeir eru að sprengja með loftskeytum.“ Vegfarendur hlaupa eftir að hafa heyrt sprengingar.AP Trump hefur haldið því fram að þrýstingurinn sem þau beita Venesúela sé til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl frá Venesúela. Maduro og Trump ræddu síðast 12. nóvember en í gær sagðist Maduro vera reiðubúinn í að ræða samkomulag til að berjast gegn eiturlyfjasmygli. Maduro vill meina að Bandaríkin hafi framkvæmt árásirnar til að komast í olíubirgðir Venesúelabúa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Venesúela Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent