Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 19:25 Hugo Ekitike í einu af færum Liverpool í leiknum en þau voru ekki mörg. Getty/Carl Recine Liverpool náði ekki að halda sigurgöngu sinni áfram á nýju ári því Liverpool og Leeds gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool var búið að vinna þrjá deildarleiki í röð og alla fjóra leikina í öllum keppnum síðan þeir mættu Leeds síðast í byrjun desember. Þá varð sex marka jafntefli en núna litu engin mörk dagsins ljós. Liverpool átti möguleika á að minnka forskot Aston Villa í fjögur stig en Villa-menn sitja enn sex stigum á undan í þriðja sætinu. Leeds er ekki að tapa mörgum leikjum þessa dagana en þetta var fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum. Liverpool var miklu meira með boltann í leiknum en sóknarleikurinn var bitlaus nær allan tímann. Leeds spilaði skynsamlega og barðist fyrir hverjum sentímetra á hættulegustu stöðum vallarins. Liverpool-liðið saknaði augljóslega leikmanns til að gera út um svona leik og það er ekkert skrýtið að nafn Mo Salah hafi komið upp í hugann hjá mörgum en hann er upptekinn í Afríkukeppninni. Hugo Ekitike fékk langbesta færi Liverpool en færin voru ekki mörg. Þessi leikur tapaðist ekki en úrslitin eru samt mikil vonbrigði á móti baráttuglöðum leikmönnum Leeds. Dominic Calvert-Lewin byrjaði óvænt á bekknum en kom svo inn á sem varamaður og kom boltanum í markið. Markið var þó réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Enski boltinn Liverpool FC Leeds United
Liverpool náði ekki að halda sigurgöngu sinni áfram á nýju ári því Liverpool og Leeds gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool var búið að vinna þrjá deildarleiki í röð og alla fjóra leikina í öllum keppnum síðan þeir mættu Leeds síðast í byrjun desember. Þá varð sex marka jafntefli en núna litu engin mörk dagsins ljós. Liverpool átti möguleika á að minnka forskot Aston Villa í fjögur stig en Villa-menn sitja enn sex stigum á undan í þriðja sætinu. Leeds er ekki að tapa mörgum leikjum þessa dagana en þetta var fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum. Liverpool var miklu meira með boltann í leiknum en sóknarleikurinn var bitlaus nær allan tímann. Leeds spilaði skynsamlega og barðist fyrir hverjum sentímetra á hættulegustu stöðum vallarins. Liverpool-liðið saknaði augljóslega leikmanns til að gera út um svona leik og það er ekkert skrýtið að nafn Mo Salah hafi komið upp í hugann hjá mörgum en hann er upptekinn í Afríkukeppninni. Hugo Ekitike fékk langbesta færi Liverpool en færin voru ekki mörg. Þessi leikur tapaðist ekki en úrslitin eru samt mikil vonbrigði á móti baráttuglöðum leikmönnum Leeds. Dominic Calvert-Lewin byrjaði óvænt á bekknum en kom svo inn á sem varamaður og kom boltanum í markið. Markið var þó réttilega dæmt af vegna rangstöðu.