Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2025 10:01 Florian Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool um helgina. getty/Carl Recine Frammistaða Florians Wirtz í 2-1 sigri Liverpool á Wolves hreif sérfræðinga Sunnudagsmessunnar. Að þeirra mati græða Wirtz og Hugo Ekitike á fjarveru Mohameds Salah. Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sigrinum á Wolves og í síðustu umferð lagði hann upp mark í 1-2 sigri á Tottenham. „Ég held að allt þetta Salah-dæmi hafi eitthvað um þetta að segja. Salah er í annarri keppni. Leikur Liverpool undanfarin ár hefur snúist um að koma Salah inn í leikinn. Þegar þú kemur með þennan verðmiða og ert þessi týpa af leikmanni; þú þarft að vera í boltanum og fá boltann til að skapa. Ég held að hann sé að komast í takt og held að það hjálpi að Salah sé hvergi nálægt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem hrósaði einnig Ekitike sem lagði upp markið fyrir Wirtz. Klippa: Messan - umræða um Wirtz „En það sem Ekitike hefur gert fyrir þetta lið; ég er svo hrifinn af honum. Hann getur held ég spilað fjórar stöður framarlega á vellinum. Það er alveg sama hvar þú settir hann; hann myndi skila góðu verki. Það sem hann gerir í þessum undirbúningi og að koma Wirtz á blað er gulls ígildi fyrir Liverpool.“ Óvænt lausn til skamms tíma Haukur Harðarson telur að Wirtz muni hamra járnið meðan það er heitt. „Ég held að hann sé að fara að rjúka í gang. Mér finnst hann hafa verið ágætur hjá Liverpool þrátt fyrir að umræða hafi kannski verið önnur. Það kemur gríðarleg pressa með verðmiðanum, það er bara þannig,“ sagði Haukur. „Hann er þannig karakter að það er alveg auðvelt að halda ekkert endilega rosalega mikið með honum. En litlu snertingarnar hans, sendingar í litlu svæðum, þetta hefur allt verið til staðar. En nú er hann farinn að finna sjálfstraustið, kominn með stoðsendingar og mörk og að skora á Anfield á þessum tilfinningaþrungna degi, koma Liverpool í 2-0 rétt fyrir leikhléið; ég sé Wirtz fljúga í gang. Ég efast um að Arne Slot hefði giskað á það fyrir tímabilið að það að Isak myndi fótbrotna, sem er augljóslega ekki gott fyrir Liverpool, og að Salah fari í Afríkukeppnina væri óvænt lausn á vandamálum liðsins til skamms tíma.“ Wirtz og félagar í Liverpool hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á Anfield á nýársdag. Enski boltinn Liverpool FC Messan Tengdar fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31 Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30 Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55 Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sigrinum á Wolves og í síðustu umferð lagði hann upp mark í 1-2 sigri á Tottenham. „Ég held að allt þetta Salah-dæmi hafi eitthvað um þetta að segja. Salah er í annarri keppni. Leikur Liverpool undanfarin ár hefur snúist um að koma Salah inn í leikinn. Þegar þú kemur með þennan verðmiða og ert þessi týpa af leikmanni; þú þarft að vera í boltanum og fá boltann til að skapa. Ég held að hann sé að komast í takt og held að það hjálpi að Salah sé hvergi nálægt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem hrósaði einnig Ekitike sem lagði upp markið fyrir Wirtz. Klippa: Messan - umræða um Wirtz „En það sem Ekitike hefur gert fyrir þetta lið; ég er svo hrifinn af honum. Hann getur held ég spilað fjórar stöður framarlega á vellinum. Það er alveg sama hvar þú settir hann; hann myndi skila góðu verki. Það sem hann gerir í þessum undirbúningi og að koma Wirtz á blað er gulls ígildi fyrir Liverpool.“ Óvænt lausn til skamms tíma Haukur Harðarson telur að Wirtz muni hamra járnið meðan það er heitt. „Ég held að hann sé að fara að rjúka í gang. Mér finnst hann hafa verið ágætur hjá Liverpool þrátt fyrir að umræða hafi kannski verið önnur. Það kemur gríðarleg pressa með verðmiðanum, það er bara þannig,“ sagði Haukur. „Hann er þannig karakter að það er alveg auðvelt að halda ekkert endilega rosalega mikið með honum. En litlu snertingarnar hans, sendingar í litlu svæðum, þetta hefur allt verið til staðar. En nú er hann farinn að finna sjálfstraustið, kominn með stoðsendingar og mörk og að skora á Anfield á þessum tilfinningaþrungna degi, koma Liverpool í 2-0 rétt fyrir leikhléið; ég sé Wirtz fljúga í gang. Ég efast um að Arne Slot hefði giskað á það fyrir tímabilið að það að Isak myndi fótbrotna, sem er augljóslega ekki gott fyrir Liverpool, og að Salah fari í Afríkukeppnina væri óvænt lausn á vandamálum liðsins til skamms tíma.“ Wirtz og félagar í Liverpool hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á Anfield á nýársdag.
Enski boltinn Liverpool FC Messan Tengdar fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31 Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30 Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55 Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31
Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30
Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55
Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00