Málið sem Trump getur ekki losað sig við Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2025 20:02 Jeffrey Epstein með þremur ungum konum. AP/stjórnskipunar of eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. Trump-liðar vilja að hætt verði að tala um málið svo þeir geti snúið sér að því að tala um glæpi, efnahaginn og önnur mál sem þeir telja að gætu hagnast Repúblikönum í þingkosningunum í nóvember. Það hefur þó ekki farið þannig, þar sem forsvarsmenn ráðuneytisins sögðust ekki geta birt gögnin í einu lagi. Meiri tíma þyrfti til að fara yfir þau og í staðinn yrðu þau birt í skömmtum yfir næstu vikur. Við það hefur bæst að búið er að hylma yfir upplýsingar á fjölmörgum skjölum og myndum. Í einu tilfelli var 119 blaðsíðna skjal sett á vef ráðuneytisins en þegar það er opnað sést ekkert nema svartar síður. Hefur þetta vakið upp spurningar um gagnsæi og hefur ríkisstjórn Trumps verið sökuð um að reyna að fela upplýsingar fyrir almenningi. Sjá einnig: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjálfur er Trump sagður hafa kvartað yfir því við aðstoðarmenn sína og ráðgjafa hve mikinn áhuga Bandaríkjamenn hafa haft á málefnum Eppsteins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hafa embættismenn einnig viðurkennt að þeir hafi vanmetið áhuga fólks á málinu. Trump hefur neitað að taka við spurningum blaðamanna á viðburðum síðustu daga, sem hann gerir sjaldan, og hefur ekki nefnt Epstein eða talað um skjölin í ræðum sínum. Hét því að birta allt en hætti svo við Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tóninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Trump og Epstein voru miklir vinir á árum áður en deildu um fasteign í Flórída árið 2004 og mun það hafa leitt til þess að þeir hættu að vera vinir. Í bók sem Epstein fékk í gjöf þegar hann varð fimmtugur árið 2003 var meðal annars bréf sem mun vera frá Trump. Þar talaði Trump um sameiginlegt leyndarmál þeirra og að þeir ættu ákveðna hluti sameiginlega. Utan um textann frá Trump hafði verið teiknuð gróf mynd af líkama konu svo undirskrift Trumps leit út eins og skapahár hennar. Trump heldur því fram að bréfið hafi verið falsað. Aldrei hefur verið ljóst af hverju Trump hefur verið á móti því að birta gögnin. Flestir kjósendur ósáttir Samkvæmt WSJ benda kannanir til þess að flestir kjósendur séu ósáttir við það hvernig Trump hefur haldið á spöðunum þegar kemur að Epstein-skjölunum. Það hefur þó breyst lítillega meðal skráðra Repúblikana á síðustu dögum. Bandamenn Trumps telja að málið muni ekki koma niður á Repúblikönum í þingkosningunum í nóvember. Hogan Gidley, fyrrverandi talsmaður forsetans, segir til að mynda að málið sé smávægilegt samanborið við glæpi, landamærin og hagkerfið. Gidley viðurkenndi þó að margir í grasrót MAGA-hreyfingarinnar verði áfram ósáttir, þar sem skjölin séu ólíkleg til að standast væntingar þeirra. Repúblikanar óttast að Demókrötum gæti tekist að nota Epstein-málið til að draga úr kjörsókn helstu stuðningsmanna Trumps á næsta ári. Það hefur sýnt sig áður að þeir eru ólíklegri til að taka þátt í kosningum þegar Trump er ekki á kjörseðlinum og aukin óánægja þeirra gæti gert þá enn ólíklegri til að kjósa. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48 Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Trump-liðar vilja að hætt verði að tala um málið svo þeir geti snúið sér að því að tala um glæpi, efnahaginn og önnur mál sem þeir telja að gætu hagnast Repúblikönum í þingkosningunum í nóvember. Það hefur þó ekki farið þannig, þar sem forsvarsmenn ráðuneytisins sögðust ekki geta birt gögnin í einu lagi. Meiri tíma þyrfti til að fara yfir þau og í staðinn yrðu þau birt í skömmtum yfir næstu vikur. Við það hefur bæst að búið er að hylma yfir upplýsingar á fjölmörgum skjölum og myndum. Í einu tilfelli var 119 blaðsíðna skjal sett á vef ráðuneytisins en þegar það er opnað sést ekkert nema svartar síður. Hefur þetta vakið upp spurningar um gagnsæi og hefur ríkisstjórn Trumps verið sökuð um að reyna að fela upplýsingar fyrir almenningi. Sjá einnig: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjálfur er Trump sagður hafa kvartað yfir því við aðstoðarmenn sína og ráðgjafa hve mikinn áhuga Bandaríkjamenn hafa haft á málefnum Eppsteins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hafa embættismenn einnig viðurkennt að þeir hafi vanmetið áhuga fólks á málinu. Trump hefur neitað að taka við spurningum blaðamanna á viðburðum síðustu daga, sem hann gerir sjaldan, og hefur ekki nefnt Epstein eða talað um skjölin í ræðum sínum. Hét því að birta allt en hætti svo við Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tóninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Trump og Epstein voru miklir vinir á árum áður en deildu um fasteign í Flórída árið 2004 og mun það hafa leitt til þess að þeir hættu að vera vinir. Í bók sem Epstein fékk í gjöf þegar hann varð fimmtugur árið 2003 var meðal annars bréf sem mun vera frá Trump. Þar talaði Trump um sameiginlegt leyndarmál þeirra og að þeir ættu ákveðna hluti sameiginlega. Utan um textann frá Trump hafði verið teiknuð gróf mynd af líkama konu svo undirskrift Trumps leit út eins og skapahár hennar. Trump heldur því fram að bréfið hafi verið falsað. Aldrei hefur verið ljóst af hverju Trump hefur verið á móti því að birta gögnin. Flestir kjósendur ósáttir Samkvæmt WSJ benda kannanir til þess að flestir kjósendur séu ósáttir við það hvernig Trump hefur haldið á spöðunum þegar kemur að Epstein-skjölunum. Það hefur þó breyst lítillega meðal skráðra Repúblikana á síðustu dögum. Bandamenn Trumps telja að málið muni ekki koma niður á Repúblikönum í þingkosningunum í nóvember. Hogan Gidley, fyrrverandi talsmaður forsetans, segir til að mynda að málið sé smávægilegt samanborið við glæpi, landamærin og hagkerfið. Gidley viðurkenndi þó að margir í grasrót MAGA-hreyfingarinnar verði áfram ósáttir, þar sem skjölin séu ólíkleg til að standast væntingar þeirra. Repúblikanar óttast að Demókrötum gæti tekist að nota Epstein-málið til að draga úr kjörsókn helstu stuðningsmanna Trumps á næsta ári. Það hefur sýnt sig áður að þeir eru ólíklegri til að taka þátt í kosningum þegar Trump er ekki á kjörseðlinum og aukin óánægja þeirra gæti gert þá enn ólíklegri til að kjósa.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48 Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09
Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44
Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48
Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21