Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. desember 2025 10:48 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja er ekki par sátt við nýkynnta samgönguáætlun. Vísir/Ívar Fannar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. „Við verðum bara ekki vör við það,“ sagði Íris í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þetta voru mikil vonbrigði að lesa í gegnum þetta. Okkar þjóðvegur er Herjólfur og það hefur verið bara núna í vikunni umfjöllun um sandmoksturinn í Landeyjahöfn. Ríkisendurskoðun hefur verið með það mál enda er gríðarlegur kostnaður við moksturinn þar. En á meðan við búum við það að þetta sé okkar þjóðvegur þá þurfum við náttúrulega að sinna höfninni,“ segir Íris og minni á að það hafi verið Alþingi sem ákvað að Landeyjahöfn yrði samgöngumáti Eyjamanna til framtíðar. Hún gerir einnig alvarlega athugasemdir við að til standi að skerða framlög ríkisins til ferjusiglinga. „Samkvæmt þessu ætla þeir á næstu fimm árum að taka samningana niður úr einum komma sjö milljörðum og niður í einn komma fjóra, sem er skerðing upp á þrjúhundruð milljónir.“ Íris bendir á að langstærsti samningurinn þegar kemur að ferjusiglingum við landið sé við Vestmannaeyjar. „Og það er auðvitað ekkert hægt að bjóða fólki hér upp á það að á sama tíma og verið sé að það eigi að bæta vegakerfi landsins og laga hluti þá sé í kortunum að skerða samgöngurnar okkar," segir Íris en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vestmannaeyjar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við verðum bara ekki vör við það,“ sagði Íris í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þetta voru mikil vonbrigði að lesa í gegnum þetta. Okkar þjóðvegur er Herjólfur og það hefur verið bara núna í vikunni umfjöllun um sandmoksturinn í Landeyjahöfn. Ríkisendurskoðun hefur verið með það mál enda er gríðarlegur kostnaður við moksturinn þar. En á meðan við búum við það að þetta sé okkar þjóðvegur þá þurfum við náttúrulega að sinna höfninni,“ segir Íris og minni á að það hafi verið Alþingi sem ákvað að Landeyjahöfn yrði samgöngumáti Eyjamanna til framtíðar. Hún gerir einnig alvarlega athugasemdir við að til standi að skerða framlög ríkisins til ferjusiglinga. „Samkvæmt þessu ætla þeir á næstu fimm árum að taka samningana niður úr einum komma sjö milljörðum og niður í einn komma fjóra, sem er skerðing upp á þrjúhundruð milljónir.“ Íris bendir á að langstærsti samningurinn þegar kemur að ferjusiglingum við landið sé við Vestmannaeyjar. „Og það er auðvitað ekkert hægt að bjóða fólki hér upp á það að á sama tíma og verið sé að það eigi að bæta vegakerfi landsins og laga hluti þá sé í kortunum að skerða samgöngurnar okkar," segir Íris en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér að neðan:
Vestmannaeyjar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira