Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 10:59 Hluti starfsmanna Louvre í verkfalli í morgun. AP/Michel Euler Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum. Um fjögur hundruð starfsmenn safnsins, sem eru í tveimur verkalýðsfélögum, samþykktu einróma á fundi að hefja verkfallið. Um 2.200 manns vinna hjá safninu og tilheyra þeir mörgum verkalýðsfélögum en forsvarsmenn þeirra tveggja sem hófu verkfall í morgun segja aðgerðirnar njóta mikils stuðnings og eiga von á fleirum í verkfall, samkvæmt frétt Le Monde. Vonsviknum ferðamönnum var snúið við í massavís í morgun en milljónir manna koma frá öllum hornum heimsins á ári hverju til að heimsækja safnið. Le Monde hefur eftir ferðamönnum í brúðkaupsferð frá Suður-Kóreu að helsta ástæðan fyrir því að þau fóru til Parísar hafi verið að heimsækja Louvre. Þau voru leið yfir því að komast ekki á safnið í morgun. Nýlega var framið rán um hábjartan dag í safninu og komust þjófarnir meðal annars undan með hluta af krúnudjásnum Napóleons. Í opinberri rannsókn kom fram að öryggisbúnaður eins og myndavélar og annað væri kominn til áranna, stjórnstöðvar hefðu ekki verið nægilega mannaðar og að slæm samhæfing hafi leitt til þess að lögregluþjónar voru fyrst sendir á rangan stað. Í frétt France24 segir að margt fleira hafi komið upp á í safninu að undanförnu og að líðan starfsmanna hafi versnað töluvert. Í sumar gerðu þeir til að mynda skyndiverkfall sem hafði mikil áhrif á starfsemi á safninu. Gestir þurftu frá að hverfa þegar þeir vildu skoða sig um í Louvre.AP/Michel Euler Táknmynd ástandsins í ferðaþjónustu Um þrjátíu þúsund manns sækja safnið heim á hverjum degi og berja munina þar inni augum. Aðstæður á Louvre hafa orðið eins konar táknmynd fyrir of mikla fjölgun ferðamanna í París. Þetta fólk þarf að bíða í gífurlega löngum röðum og hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga sagt að innviðir á safninu, eins og salerni og mataraðstaða, anni engan veginn öllum þessum fjölda. Þá hafi ástand hallarinnar sem hýsir safnið versnað til muna og þörf sé á meira viðhaldi. Til marks um það þurfti að loka hluta safnsins fyrr á árinu, þar sem gólfbitar voru orðnir lélegir og þá skemmdust munir nýverið þegar vatnsleki varð á safninu. Yfirarkitekt safnsins viðurkenndi fyrir framan þingmenn á dögunum að safnhúsið væri í slæmu ásigkomulagi. Frakkland Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Um fjögur hundruð starfsmenn safnsins, sem eru í tveimur verkalýðsfélögum, samþykktu einróma á fundi að hefja verkfallið. Um 2.200 manns vinna hjá safninu og tilheyra þeir mörgum verkalýðsfélögum en forsvarsmenn þeirra tveggja sem hófu verkfall í morgun segja aðgerðirnar njóta mikils stuðnings og eiga von á fleirum í verkfall, samkvæmt frétt Le Monde. Vonsviknum ferðamönnum var snúið við í massavís í morgun en milljónir manna koma frá öllum hornum heimsins á ári hverju til að heimsækja safnið. Le Monde hefur eftir ferðamönnum í brúðkaupsferð frá Suður-Kóreu að helsta ástæðan fyrir því að þau fóru til Parísar hafi verið að heimsækja Louvre. Þau voru leið yfir því að komast ekki á safnið í morgun. Nýlega var framið rán um hábjartan dag í safninu og komust þjófarnir meðal annars undan með hluta af krúnudjásnum Napóleons. Í opinberri rannsókn kom fram að öryggisbúnaður eins og myndavélar og annað væri kominn til áranna, stjórnstöðvar hefðu ekki verið nægilega mannaðar og að slæm samhæfing hafi leitt til þess að lögregluþjónar voru fyrst sendir á rangan stað. Í frétt France24 segir að margt fleira hafi komið upp á í safninu að undanförnu og að líðan starfsmanna hafi versnað töluvert. Í sumar gerðu þeir til að mynda skyndiverkfall sem hafði mikil áhrif á starfsemi á safninu. Gestir þurftu frá að hverfa þegar þeir vildu skoða sig um í Louvre.AP/Michel Euler Táknmynd ástandsins í ferðaþjónustu Um þrjátíu þúsund manns sækja safnið heim á hverjum degi og berja munina þar inni augum. Aðstæður á Louvre hafa orðið eins konar táknmynd fyrir of mikla fjölgun ferðamanna í París. Þetta fólk þarf að bíða í gífurlega löngum röðum og hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga sagt að innviðir á safninu, eins og salerni og mataraðstaða, anni engan veginn öllum þessum fjölda. Þá hafi ástand hallarinnar sem hýsir safnið versnað til muna og þörf sé á meira viðhaldi. Til marks um það þurfti að loka hluta safnsins fyrr á árinu, þar sem gólfbitar voru orðnir lélegir og þá skemmdust munir nýverið þegar vatnsleki varð á safninu. Yfirarkitekt safnsins viðurkenndi fyrir framan þingmenn á dögunum að safnhúsið væri í slæmu ásigkomulagi.
Frakkland Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira