Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 15:22 Jeremy Clarkson rekur bóndabæ í dag og krá. Getty Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph. Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph.
Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“