Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 15:22 Jeremy Clarkson rekur bóndabæ í dag og krá. Getty Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Í fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn var við lýði. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósent skattalækkun á öðrum sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Hins vegar hækka fasteignaskattar, önnur gjöld og fyrirtækjaskattar upp á móti. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, þar á meðal þingmann kjördæmisins sem hann kaus, Tom Hayes, segist gera það af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph. Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Í fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn var við lýði. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósent skattalækkun á öðrum sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Hins vegar hækka fasteignaskattar, önnur gjöld og fyrirtækjaskattar upp á móti. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, þar á meðal þingmann kjördæmisins sem hann kaus, Tom Hayes, segist gera það af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph.
Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira