„Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 08:01 Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður, segir sögu sína í myndbandi KSÍ og SÁÁ. Youtube/KSÍ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. Veðmál hafa verið mikið í sviðsljósinu og fréttir utan úr heimi af vandræðum með spilavanda og Ísland er engin undantekning. Tilgangur SÁÁ er að vinna að því að draga úr skaðlegum áhrifum fíknisjúkdóma á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin stuðla að bættu heilbrigði, lífsgæðum og félagslegum úrræðum með því að veita þjónustu, stuðning og fræðslu. Grunnur herferðarinnar er að vekja athygli á starfsemi SÁÁ og þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda. Allir geti leitað sér hjálpar KSÍ og SÁÁ leggja áherslu á að allir geti leitað sér hjálpar og ráðgjafar, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, aðstandendur eða almennt áhugafólk um knattspyrnu. Á heimasíðu SÁÁ má finna upplýsingar um meðferð við spilafíkn. Myndband um verkefnið, „Það er til hjálp við spilavanda“, var frumsýnt á miðlum Knattspyrnusambands Íslands en það má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHD_N5242k4">watch on YouTube</a> „Helsta ástæða samstarfsins er að veðmál hafa lengi fylgt íþróttum og er knattspyrnan engin undantekning á því. Undanfarin ár hafa komið upp dæmi þar sem leikmenn hafa verið að verðja á eigin leiki og við því eru agaviðurlög,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í myndbandinu. Grunaði aldrei að þetta gæti hent mig „Þetta byrjar fyrst þar sem ég verð fyrir áhrifum af þessu, ég er sjálfur leikmaður þegar það er verið að senda á mig og biðja um upplýsingar um hvort ég sé að byrja leikina og hvort ég sé að spila leikina. Mig grunaði aldrei að þetta gæti hent mig en þetta var bara svo spennandi af því að allir aðrir voru einhvern veginn að gera þetta,“ sagði Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður. „Við viljum vekja leikmenn, þjálfara og aðra sem tengjast knattspyrnu til umhugsunar um skaðsemi sem getur myndast í veðmálastarfsemi og hvetja þá sem stunda hana til að sækja sér hjálpar,“ sagði Eysteinn Pétur. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi „Það er mjög mikilvægt að opna umræðuna til þess að rjúfa einangrunina sem er oft hjá þessum einstaklingum sem glíma við þennan vanda. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi hjá þessum einstaklingum,“ sagði Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, spilaráðgjafi hjá SÁÁ. „Við sjáum aukningu í þjónustu hjá okkur þegar umræðan hefur verið opnuð aðeins í samfélaginu,“ sagði Sara Mjöll. „Ég fann að ég var orðinn bugaður, ég var orðinn algjörlega bugaður. Ég fór í meðferð og þar var ég búinn að taka ákvörðun í þessum mánuði að ég ætlaði bara að fara alla leið. Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hérna í dag,“ sagði Kristinn Aron. KSÍ SÁÁ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Veðmál hafa verið mikið í sviðsljósinu og fréttir utan úr heimi af vandræðum með spilavanda og Ísland er engin undantekning. Tilgangur SÁÁ er að vinna að því að draga úr skaðlegum áhrifum fíknisjúkdóma á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin stuðla að bættu heilbrigði, lífsgæðum og félagslegum úrræðum með því að veita þjónustu, stuðning og fræðslu. Grunnur herferðarinnar er að vekja athygli á starfsemi SÁÁ og þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda. Allir geti leitað sér hjálpar KSÍ og SÁÁ leggja áherslu á að allir geti leitað sér hjálpar og ráðgjafar, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, aðstandendur eða almennt áhugafólk um knattspyrnu. Á heimasíðu SÁÁ má finna upplýsingar um meðferð við spilafíkn. Myndband um verkefnið, „Það er til hjálp við spilavanda“, var frumsýnt á miðlum Knattspyrnusambands Íslands en það má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHD_N5242k4">watch on YouTube</a> „Helsta ástæða samstarfsins er að veðmál hafa lengi fylgt íþróttum og er knattspyrnan engin undantekning á því. Undanfarin ár hafa komið upp dæmi þar sem leikmenn hafa verið að verðja á eigin leiki og við því eru agaviðurlög,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í myndbandinu. Grunaði aldrei að þetta gæti hent mig „Þetta byrjar fyrst þar sem ég verð fyrir áhrifum af þessu, ég er sjálfur leikmaður þegar það er verið að senda á mig og biðja um upplýsingar um hvort ég sé að byrja leikina og hvort ég sé að spila leikina. Mig grunaði aldrei að þetta gæti hent mig en þetta var bara svo spennandi af því að allir aðrir voru einhvern veginn að gera þetta,“ sagði Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður. „Við viljum vekja leikmenn, þjálfara og aðra sem tengjast knattspyrnu til umhugsunar um skaðsemi sem getur myndast í veðmálastarfsemi og hvetja þá sem stunda hana til að sækja sér hjálpar,“ sagði Eysteinn Pétur. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi „Það er mjög mikilvægt að opna umræðuna til þess að rjúfa einangrunina sem er oft hjá þessum einstaklingum sem glíma við þennan vanda. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi hjá þessum einstaklingum,“ sagði Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, spilaráðgjafi hjá SÁÁ. „Við sjáum aukningu í þjónustu hjá okkur þegar umræðan hefur verið opnuð aðeins í samfélaginu,“ sagði Sara Mjöll. „Ég fann að ég var orðinn bugaður, ég var orðinn algjörlega bugaður. Ég fór í meðferð og þar var ég búinn að taka ákvörðun í þessum mánuði að ég ætlaði bara að fara alla leið. Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hérna í dag,“ sagði Kristinn Aron.
KSÍ SÁÁ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira