Enski boltinn

Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo var hress eftir sigurinn gegn West Ham vorið 2008.
Cristiano Ronaldo var hress eftir sigurinn gegn West Ham vorið 2008. Getty

Manchester United tekur á móti West Ham í kvöld í lokaleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þegar liðin mættust tímabilið 2007-08 var Cristiano Ronaldo í essinu sínu.

Ronaldo drottnaði yfir ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil og endaði sem markakóngur með 31 mark.

Hann sýndi meðal annars frábær tilþrif og skoraði tvö mörk þegar United vann West Ham 4-1, í næstsíðustu umferðinni, áður en liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Wigan í lokaumferðinni.

Tilþrif Ronaldo gegn Hömrunum má sjá hér að neðan.

Klippa: Þegar Ronaldo mætti West Ham

United er í allt annarri stöðu í dag en þegar Ronaldo var upp á sitt besta með liðinu. Liðið situr núna í 9. sæti með 21 stig en getur með sigri í kvöld komist upp í 5. sæti, og upp að hlið Chelsea sem er í 4. sæti með 24 stig en mun betri markatölu.

West Ham er hins vegar í fallsæti með 11 stig, þremur stigum á eftir næsta liði Leeds sem vann frábæran sigur á Chelsea í gærkvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×