Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 19:45 Oleg Artemíev hefur varið 560 dögum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni í þremur mismunandi ferðum. Til stóð að hann myndi fara þangað í fjórða sinn í febrúar. Getty/Bill Ingalls, NASA Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu. Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi.
Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira