Hættir á þingi vegna deilna við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 10:15 Marjorie Taylor Greene ætlar að hætta á þingi í janúar og vísar hún til deilna við Donald Trump, forseta, sem ástæðu þess að hún ákvað að hætta. AP/John Bazemore Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. MTG, eins og hún er kölluð, sagði frá því á dögunum að henni hefði borist mikill fjöldi hótana að undanförnu. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Í ávarpi sem hún birti í nótt sagði Greene að hún ætlaði að hætta á þingi í janúar og að hún vildi ekki að kjósendur í kjördæmi hennar í Georgíuríki þyrftu ekki að ganga gegnum „erfiða og hatursfulla“ forvalsbaráttu gegn henni sem Trump sagðist ætla að koma að. Hennar síðasti dagur á þingi verður fimmti janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, þurfa að boða til sérstakra kosninga innan tíu daga eftir að Greene hættir á þingi. Sá sem vinnur þær kosningar mun sitja út kjörtímabilið, sem endar í janúar 2027, og myndu þær fara fram áður en forvalið ætti að hefjast í maí. My message to Georgia’s 14th district and America.Thank you. pic.twitter.com/tSoHCeAjn1— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) November 22, 2025 MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þær samsæriskenningar snúast meðal annars um að leynilegur hópur áhrifamikilla djöfladýrkenda og barnaníðinga drekki blóð barna til að halda sér ungum. Hún hefur einnig talað um að yfirvöld í Bandaríkjunum geti stjórnað veðrinu og að skógareldar í Kaliforníu hafi verið af gyðingum með leisigeislum úr geimnum. MTG hefur þar að auki tekið undir hugmyndir um að yfirvöld Bandaríkjanna hafi gert árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna árið 2001. Sjá einnig: Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Í ávarpinu vísaði þingkonan til þess að hún hefði um árabil verið hliðholl Trump og fylgt honum í flestum málum. Það væri ósanngjarnt og rangt af honum að hafa farið gegn henni fyrir að vera ósammála honum. „Hollusta ætti að ganga í báðar áttir og við ættum að geta greitt atkvæði í takt við samvisku okkar og staðið fyrir hagsmunum kjördæma okkar.“ Þá sagðist hún einnig alltaf hafa verið litin hornauga í Washington DC og að hún hefði aldrei fallið í kramið þar. Leiðtogar stóðu í vegi hennar Blaðamenn vestanhafs hafa nefnt að rekja megi ósætti MTG við leiðtoga Repúblikanaflokksins til þess þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að reyna að velta öldungadeildarþingmanninum Jon Ossoff úr sessi í Georgíu í kosningunum á næsta ári. Hún sóttist eftir því en leiðtogarnir eru sagðir hafa meinað henni það af ótta við að hún gæti ekki unnið. Í júlí var svo sambærilega sögu að segja af vonum hennar um að geta orðið ríkisstjóri Georgíu. Hún hefur í kjölfarið verið gagnrýnin á Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, fyrir að hafa grafið undan þinginu og lúffað of mikið fyrir Trump. Í ávarpinu segir hún að þingið hafi að mestu verið sett á hliðarlínuna og lagafrumvörp hennar og annarra geri ekkert annað en að safna ryki. Engar atkvæðagreiðslur séu haldnar á þinginu, þar sem Johnson neiti að taka þau til umræðu. MTG sagði einnig í ávarpinu að Repúblikanar muni líklega missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember á næsta ári. Í kjölfarið yrði henni skipað að verja Trump gegn ákæru fyrir embættisbrot, eftir að hann hefði „af miklu hatri“ varið milljónum í að reyna að gera út af við pólitískan feril hennar. „Þetta er allt svo fáránlegt og lítilvægt.“ Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. MTG, eins og hún er kölluð, sagði frá því á dögunum að henni hefði borist mikill fjöldi hótana að undanförnu. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Í ávarpi sem hún birti í nótt sagði Greene að hún ætlaði að hætta á þingi í janúar og að hún vildi ekki að kjósendur í kjördæmi hennar í Georgíuríki þyrftu ekki að ganga gegnum „erfiða og hatursfulla“ forvalsbaráttu gegn henni sem Trump sagðist ætla að koma að. Hennar síðasti dagur á þingi verður fimmti janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, þurfa að boða til sérstakra kosninga innan tíu daga eftir að Greene hættir á þingi. Sá sem vinnur þær kosningar mun sitja út kjörtímabilið, sem endar í janúar 2027, og myndu þær fara fram áður en forvalið ætti að hefjast í maí. My message to Georgia’s 14th district and America.Thank you. pic.twitter.com/tSoHCeAjn1— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) November 22, 2025 MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þær samsæriskenningar snúast meðal annars um að leynilegur hópur áhrifamikilla djöfladýrkenda og barnaníðinga drekki blóð barna til að halda sér ungum. Hún hefur einnig talað um að yfirvöld í Bandaríkjunum geti stjórnað veðrinu og að skógareldar í Kaliforníu hafi verið af gyðingum með leisigeislum úr geimnum. MTG hefur þar að auki tekið undir hugmyndir um að yfirvöld Bandaríkjanna hafi gert árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna árið 2001. Sjá einnig: Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Í ávarpinu vísaði þingkonan til þess að hún hefði um árabil verið hliðholl Trump og fylgt honum í flestum málum. Það væri ósanngjarnt og rangt af honum að hafa farið gegn henni fyrir að vera ósammála honum. „Hollusta ætti að ganga í báðar áttir og við ættum að geta greitt atkvæði í takt við samvisku okkar og staðið fyrir hagsmunum kjördæma okkar.“ Þá sagðist hún einnig alltaf hafa verið litin hornauga í Washington DC og að hún hefði aldrei fallið í kramið þar. Leiðtogar stóðu í vegi hennar Blaðamenn vestanhafs hafa nefnt að rekja megi ósætti MTG við leiðtoga Repúblikanaflokksins til þess þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að reyna að velta öldungadeildarþingmanninum Jon Ossoff úr sessi í Georgíu í kosningunum á næsta ári. Hún sóttist eftir því en leiðtogarnir eru sagðir hafa meinað henni það af ótta við að hún gæti ekki unnið. Í júlí var svo sambærilega sögu að segja af vonum hennar um að geta orðið ríkisstjóri Georgíu. Hún hefur í kjölfarið verið gagnrýnin á Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, fyrir að hafa grafið undan þinginu og lúffað of mikið fyrir Trump. Í ávarpinu segir hún að þingið hafi að mestu verið sett á hliðarlínuna og lagafrumvörp hennar og annarra geri ekkert annað en að safna ryki. Engar atkvæðagreiðslur séu haldnar á þinginu, þar sem Johnson neiti að taka þau til umræðu. MTG sagði einnig í ávarpinu að Repúblikanar muni líklega missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember á næsta ári. Í kjölfarið yrði henni skipað að verja Trump gegn ákæru fyrir embættisbrot, eftir að hann hefði „af miklu hatri“ varið milljónum í að reyna að gera út af við pólitískan feril hennar. „Þetta er allt svo fáránlegt og lítilvægt.“
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira