Erlent

Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
image
Sotheby's

Málverk eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist á uppboði í New York í gærkvöldi á tæpar fimmtíu og fimm milljónir dala, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Þar með féll met en verkið er nú dýrasta listaverk heims sem gert er af konu.

Verkið sem kallast Draumurinn sýnir listakonuna sjálfa sofandi í rúmi. Fyrra met var sett árið 2014 þegar málverk eftir Georgiu O'Keefe seldist á fjörutíu og fjórar milljónir dala. Sotheby's uppboðshaldarinn hefur enn ekki gefið út hver nýr eigandi Kahlo myndarinnar er og þá er heldur ekki gefið upp hver fyrri eigandi bar. Fastlega hafði verið búist við því að myndin myndi slá metið en Frida Kahlo ein ástkærasta listakona rómönsku Ameríku.

Verkið sló einnig annað met en Draumurinn er nú dýrasta listaverk sem komið hefur frá þeim heimshluta. Önnur mynd eftir Fridu Kahlo sem sýndi listakonuna ásamt eiginmanni sínum Diego Rivera, átti eldra metið.

Listaverk eftir Kahlo í einkaeigu utan Mexíkó eru afar fá og því sjaldgæft að þau komi í sölu. Flest verka hennar eru  í opinberri eigu í heimalandinu eða í einkaeigu Mexíkóa. Þar í landi eru síðan sérstök lög sem banna sölu á verkum hennar úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×