Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. nóvember 2025 19:01 Jón K. Jacobsen er varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. vísir/ívar Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“ Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira