Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 10:35 Donald Trump ætlar að lögsækja BBC. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC. Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC.
Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira