Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 14:33 Kjartan Atli Kjartansson og Michael Carrick höfðu ýmislegt að ræða. Sýn Sport Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Tottenham og West Ham, settist niður og svaraði spurningum Kjartans Atla Kjartanssonar um ýmislegt sem tengist enska boltanum, í fróðlegu viðtali. Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45