Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2025 12:00 Michael Carrick veit hversu vel Harry Maguire og liðsfélögum hans leið eftir sigurinn gegn Liverpool á Anfield. Samsett/Vísir/Getty Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. Þetta segir Carrick í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Carrick ræddi um stöðu Man. Utd í dag United hefur nú unnið þrjá leiki í röð, gegn Sunderland, Liverpool og Brighton, og komist upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan Liverpool. „Sigurinn gegn Liverpool var rosalegur og sennilega bestu úrslit sem liðið hefur náð í nokkurn tíma,“ segir Carrick. „Það var stórkostlegt að sjá liðið vinna tvo leiki í röð og hafa betur á Anfield með þessum hætti. Manni finnst í dag eins og að þetta hafi verið stór stund og tíminn mun leiða í ljós hversu mikilvægt þetta var. En strax eftir leik leið manni eins og þetta væri stærra en einhver einn stakur sigur. Liðið hefur byrjað nokkuð vel og er í ágætri stöðu. Liðið hefur rokkað upp og niður en vann Chelsea, spilaði ágætlega gegn Arsenal en átti í meiri erfiðleikum gegn City. Þeir sýndu svo gegn Liverpool að þeir geta aftur unnið stór lið. Núna þarf liðið að vinna í stöðugleika. En þessi byrjun er ekki slæm,“ segir Carrick. Ein besta minningin er frá Anfield Sjálfur man hann vel hve gaman er að fagna sigri gegn Liverpool á Anfield: „Sem United-maður er þetta besti staðurinn til þess að vinna fótboltaleik á. Fyrsta skiptið sem ég gerði það með United var árið 2007 þegar John O‘Shea skoraði á 90. mínútu og við unnum 1-0. Enn þann dag í dag er það ein besta minningin mín, þó að ég hafi ekki átt neinn þátt í markinu og verið fyrir utan teiginn. Tilfinningin var bara þannig. Þetta var svolítið annar tími því við vorum í baráttu um titilinn og enduðum á að vinna hann, svo það hafði áhrif. En þetta skiptir öllu máli fyrir stuðningsmennina og þó að nú hafi þetta ekki snúist um að vinna deildina þá er þetta svo mikilvægt á sinn hátt, og maður fann allar tilfinningarnar og ástríðuna,“ segir Carrick en rætt er við hann í spilaranum hér að ofan. Viðtalið í heild birtist á Vísi á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Þetta segir Carrick í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Carrick ræddi um stöðu Man. Utd í dag United hefur nú unnið þrjá leiki í röð, gegn Sunderland, Liverpool og Brighton, og komist upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan Liverpool. „Sigurinn gegn Liverpool var rosalegur og sennilega bestu úrslit sem liðið hefur náð í nokkurn tíma,“ segir Carrick. „Það var stórkostlegt að sjá liðið vinna tvo leiki í röð og hafa betur á Anfield með þessum hætti. Manni finnst í dag eins og að þetta hafi verið stór stund og tíminn mun leiða í ljós hversu mikilvægt þetta var. En strax eftir leik leið manni eins og þetta væri stærra en einhver einn stakur sigur. Liðið hefur byrjað nokkuð vel og er í ágætri stöðu. Liðið hefur rokkað upp og niður en vann Chelsea, spilaði ágætlega gegn Arsenal en átti í meiri erfiðleikum gegn City. Þeir sýndu svo gegn Liverpool að þeir geta aftur unnið stór lið. Núna þarf liðið að vinna í stöðugleika. En þessi byrjun er ekki slæm,“ segir Carrick. Ein besta minningin er frá Anfield Sjálfur man hann vel hve gaman er að fagna sigri gegn Liverpool á Anfield: „Sem United-maður er þetta besti staðurinn til þess að vinna fótboltaleik á. Fyrsta skiptið sem ég gerði það með United var árið 2007 þegar John O‘Shea skoraði á 90. mínútu og við unnum 1-0. Enn þann dag í dag er það ein besta minningin mín, þó að ég hafi ekki átt neinn þátt í markinu og verið fyrir utan teiginn. Tilfinningin var bara þannig. Þetta var svolítið annar tími því við vorum í baráttu um titilinn og enduðum á að vinna hann, svo það hafði áhrif. En þetta skiptir öllu máli fyrir stuðningsmennina og þó að nú hafi þetta ekki snúist um að vinna deildina þá er þetta svo mikilvægt á sinn hátt, og maður fann allar tilfinningarnar og ástríðuna,“ segir Carrick en rætt er við hann í spilaranum hér að ofan. Viðtalið í heild birtist á Vísi á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45