Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2025 12:00 Michael Carrick veit hversu vel Harry Maguire og liðsfélögum hans leið eftir sigurinn gegn Liverpool á Anfield. Samsett/Vísir/Getty Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. Þetta segir Carrick í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Carrick ræddi um stöðu Man. Utd í dag United hefur nú unnið þrjá leiki í röð, gegn Sunderland, Liverpool og Brighton, og komist upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan Liverpool. „Sigurinn gegn Liverpool var rosalegur og sennilega bestu úrslit sem liðið hefur náð í nokkurn tíma,“ segir Carrick. „Það var stórkostlegt að sjá liðið vinna tvo leiki í röð og hafa betur á Anfield með þessum hætti. Manni finnst í dag eins og að þetta hafi verið stór stund og tíminn mun leiða í ljós hversu mikilvægt þetta var. En strax eftir leik leið manni eins og þetta væri stærra en einhver einn stakur sigur. Liðið hefur byrjað nokkuð vel og er í ágætri stöðu. Liðið hefur rokkað upp og niður en vann Chelsea, spilaði ágætlega gegn Arsenal en átti í meiri erfiðleikum gegn City. Þeir sýndu svo gegn Liverpool að þeir geta aftur unnið stór lið. Núna þarf liðið að vinna í stöðugleika. En þessi byrjun er ekki slæm,“ segir Carrick. Ein besta minningin er frá Anfield Sjálfur man hann vel hve gaman er að fagna sigri gegn Liverpool á Anfield: „Sem United-maður er þetta besti staðurinn til þess að vinna fótboltaleik á. Fyrsta skiptið sem ég gerði það með United var árið 2007 þegar John O‘Shea skoraði á 90. mínútu og við unnum 1-0. Enn þann dag í dag er það ein besta minningin mín, þó að ég hafi ekki átt neinn þátt í markinu og verið fyrir utan teiginn. Tilfinningin var bara þannig. Þetta var svolítið annar tími því við vorum í baráttu um titilinn og enduðum á að vinna hann, svo það hafði áhrif. En þetta skiptir öllu máli fyrir stuðningsmennina og þó að nú hafi þetta ekki snúist um að vinna deildina þá er þetta svo mikilvægt á sinn hátt, og maður fann allar tilfinningarnar og ástríðuna,“ segir Carrick en rætt er við hann í spilaranum hér að ofan. Viðtalið í heild birtist á Vísi á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þetta segir Carrick í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Carrick ræddi um stöðu Man. Utd í dag United hefur nú unnið þrjá leiki í röð, gegn Sunderland, Liverpool og Brighton, og komist upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan Liverpool. „Sigurinn gegn Liverpool var rosalegur og sennilega bestu úrslit sem liðið hefur náð í nokkurn tíma,“ segir Carrick. „Það var stórkostlegt að sjá liðið vinna tvo leiki í röð og hafa betur á Anfield með þessum hætti. Manni finnst í dag eins og að þetta hafi verið stór stund og tíminn mun leiða í ljós hversu mikilvægt þetta var. En strax eftir leik leið manni eins og þetta væri stærra en einhver einn stakur sigur. Liðið hefur byrjað nokkuð vel og er í ágætri stöðu. Liðið hefur rokkað upp og niður en vann Chelsea, spilaði ágætlega gegn Arsenal en átti í meiri erfiðleikum gegn City. Þeir sýndu svo gegn Liverpool að þeir geta aftur unnið stór lið. Núna þarf liðið að vinna í stöðugleika. En þessi byrjun er ekki slæm,“ segir Carrick. Ein besta minningin er frá Anfield Sjálfur man hann vel hve gaman er að fagna sigri gegn Liverpool á Anfield: „Sem United-maður er þetta besti staðurinn til þess að vinna fótboltaleik á. Fyrsta skiptið sem ég gerði það með United var árið 2007 þegar John O‘Shea skoraði á 90. mínútu og við unnum 1-0. Enn þann dag í dag er það ein besta minningin mín, þó að ég hafi ekki átt neinn þátt í markinu og verið fyrir utan teiginn. Tilfinningin var bara þannig. Þetta var svolítið annar tími því við vorum í baráttu um titilinn og enduðum á að vinna hann, svo það hafði áhrif. En þetta skiptir öllu máli fyrir stuðningsmennina og þó að nú hafi þetta ekki snúist um að vinna deildina þá er þetta svo mikilvægt á sinn hátt, og maður fann allar tilfinningarnar og ástríðuna,“ segir Carrick en rætt er við hann í spilaranum hér að ofan. Viðtalið í heild birtist á Vísi á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Sjá meira
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45