Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 21:45 Carrick hrósaði Arsenal liðinu fyrir spilamennsku sína. Sýn/Getty Images Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira