Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 21:38 Bola Tinubu, forseti Nígeríu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga. Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira