Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 09:02 Erling Haaland hefur skorað fimmtán mörk í tólf leikjum með Manchester City á þessu tímabili þar af ellefu mörk í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni. City spilar við Bournemouth á heimavelli í dag. EPA/ADAM VAUGHAN Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur sýnt meira af einkalífi sínu eftir að hann byrjaði að setja persónuleg myndbönd inn á nýja YouTube-síðu sína í síðustu viku. Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira