Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 09:02 Erling Haaland hefur skorað fimmtán mörk í tólf leikjum með Manchester City á þessu tímabili þar af ellefu mörk í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni. City spilar við Bournemouth á heimavelli í dag. EPA/ADAM VAUGHAN Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur sýnt meira af einkalífi sínu eftir að hann byrjaði að setja persónuleg myndbönd inn á nýja YouTube-síðu sína í síðustu viku. Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Haaland hóf YouTube-feril sinn með því að birta tæplega hálftíma langt myndband þar sem hann sýnir dag í lífi sínu. Myndbandið er komið með sex milljónir áhorfa. Í myndbandinu heimsækir hann bóndabæ í Cheshire til að sækja ógerilsneydda mjólk. Hinn 25 ára gamli kallar hana „ofurfæðu“ og segir hana „góða fyrir magann, húðina, beinin og vöðvana“. Haaland hefur lengi verið opinskár um að hann drekki ógerilsneydda mjólk og hefur kallað hana „töfradrykkinn“ sinn. Þessar yfirlýsingar markahæsta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar hafa skapað umræðu í Bretlandi. Verdens Gang segir frá. The Telegraph, Mirror og fleiri dagblöð hafa tekið málið upp. Auk þess er umræðan í fullum gangi meðal næringarfræðinga á Bretlandseyjum. Enska matvælaeftirlitið varar við því að ógerilsneydd mjólkin geti innihaldið skaðlegar bakteríur sem geta valdið matareitrun. Eftirlitið mælir því ekki með því að fólk með veikt ónæmiskerfi, þar á meðal fólk yfir 65 ára og þungaðar konur, neyti hennar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XK9WVRErnBQ">watch on YouTube</a> Það geta verið fyrirtæki sem standa sig vel í að draga úr áhættuþáttum vegna baktería, og ég er viss um að Haaland notar bestu gæði sem völ er á,“ sagði Dan Richardson við BBC. Hann er fyrrverandi næringarfræðingur hjá Manchester City. Hann hefur ekki áhyggjur af Haaland. Áhrif hans geta aftur á móti skapað vandamál. „Þegar fólk byrjar að herma eftir þessum venjum getur það orðið óöruggt þar sem fólk mun fara út og kaupa ódýrustu og aðgengilegustu útgáfuna,“ sagði Richards og hann býst við því að vinsældir hrámjólkurinnar aukist. Það er löglegt að selja ógerilsneydda kúamjólk í Englandi, Wales og Norður-Írlandi, en aðeins beint til neytenda frá skráðum bóndabæjum og mörkuðum. Það er ólöglegt í Skotlandi. Haaland og Manchester City taka á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira