Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2025 07:04 Þarf Liverpool fleiri leikmenn? Betri leikmenn? Heila leikmenn? Getty/ Marc Atkins Englandsmeistarar Liverpool galopnuðu veskið svo eftir væri tekið síðasta sumar. Talsverðar breytingar voru á liðinu og sem stendur virðast þær ekki hafa verið til hins betra. Á Sky Sports er því velt upp hvort Liverpool skorti breidd þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 74 milljarða íslenskra króna. Sky vitnar í Arne Slot, þjálfara liðsins, sem hefur sagt að liðinu skorti breidd. Því til sönnunar má benda á leikmannahóp liðsins í tapinu gegn Crystal Palace í deildarbikarnum á dögunum. Þó þjálfarar stærstu liðanna leyfi sér að stilla upp „veikara“ liði í þeirri keppni þá voru leikmenn í Liverpool liðinu sem eru ekki nálægt því að fá mínútur í úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu. Síðasta sumar keypti Liverpool þá Alexander Isak, Hugo Ekitiké, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoni og Freddie Woodman fyrir 446 milljónum punda – 74 milljarða íslenskra króna. Ofan á það fékk hinn nú 33 ára gamli Mohamed Salah nýjan ofursamning í apríl síðastliðnum. Sömu sögu er að segja af hinum nú 34 ára gamla Virgil van Dijk. Þrátt fyrir allt þetta hefur Hollendingurinn Slot kvartað yfir því að leikmannahópur sinn sé of fáliðaður, að hann vanti breidd. Þetta kom í ljós eftir tapið gegn Palace en það var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Þjálfarinn taldi tapið þó ekki hafa aukið hitann á sæti sínu. Jamie Redknapp gagnrýndi Slot eftir leik en þjálfarinn gerði 10 breytingar á liði sínu milli leikja. Hollendingnum gæti vart verið meira sama hvað Redknapp finnst. „Allir geta haft sína skoðun en með okkar leikmannahóp, kannski 15-16 leikfæra aðalliðsmenn, þá var þetta ákvörðunin sem ég tók.“ Viðurkenndi Slot að næstu þrír leikir – gegn Aston Villa, Real Madríd og Manchester City – væru honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár er leikmannahópur Liverpool þunnur á ákveðnum svæðum. Þá er fjöldi leikmanna að glíma við meiðsli. Sem stendur lítur meiðslalistinn svona út Alisson Becker – Gæti snúið aftur 10. nóvember Stefan Bajčetić – Gæti snúið aftur 2. nóvember Ryan Gravenberch - Gæti snúið aftur 30. október Alexander Isak - Gæti snúið aftur 30. október Giovanni Leoini - Gæti snúið aftur 25. maí Curtis Jones – Ekki vitað hvenær hann getur snúið aftur Jayden Danns - Gæti snúið aftur 15. nóvember Slot segir að hópur sinn sé hreinlega ekki jafn stór og fólk haldi. Hann sé í kringum 20 leikfærir leikmenn og að meðaltali fjórir meiddir. Sky tekur fram að Liverpool sé ekki að glíma við fleiri eða verri meiðsli en keppinautar þeirra. Helsta vandamál Liverpool eru meiðsli lykilmanna sem hafa engan til að hlaupa í skarðið. Gravenberch og tómarúmið sem hann skilur eftir sig á miðjunni með því að vera á meiðslalistanum er tekið sem hvað skýrasta dæmið um það. Hollendingsins er saknað.EPA/ADAM VAUGHAN Þá veltir Sky fyrir sér hvort leikmannakaup liðsins séu vandamálið. Það var vissulega eytt óheyrilegum upphæðum í þá Isak og Ekitiké, leikmenn sem spila sömu stöðu. Wirtz kom þá án þess að sama staða og hann spilaði hjá Bayer Leverkusen væri að finna í leikkerfi Liverpool. Sama má segja um Frimpong. Liverpool tekur á móti Aston Villa klukkan 20.00 á laugardag í leik sem lærisveinar Arne Slot verða að vinna. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Á Sky Sports er því velt upp hvort Liverpool skorti breidd þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 74 milljarða íslenskra króna. Sky vitnar í Arne Slot, þjálfara liðsins, sem hefur sagt að liðinu skorti breidd. Því til sönnunar má benda á leikmannahóp liðsins í tapinu gegn Crystal Palace í deildarbikarnum á dögunum. Þó þjálfarar stærstu liðanna leyfi sér að stilla upp „veikara“ liði í þeirri keppni þá voru leikmenn í Liverpool liðinu sem eru ekki nálægt því að fá mínútur í úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu. Síðasta sumar keypti Liverpool þá Alexander Isak, Hugo Ekitiké, Milos Kerkez, Jeremie Frimpong, Giovanni Leoni og Freddie Woodman fyrir 446 milljónum punda – 74 milljarða íslenskra króna. Ofan á það fékk hinn nú 33 ára gamli Mohamed Salah nýjan ofursamning í apríl síðastliðnum. Sömu sögu er að segja af hinum nú 34 ára gamla Virgil van Dijk. Þrátt fyrir allt þetta hefur Hollendingurinn Slot kvartað yfir því að leikmannahópur sinn sé of fáliðaður, að hann vanti breidd. Þetta kom í ljós eftir tapið gegn Palace en það var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Þjálfarinn taldi tapið þó ekki hafa aukið hitann á sæti sínu. Jamie Redknapp gagnrýndi Slot eftir leik en þjálfarinn gerði 10 breytingar á liði sínu milli leikja. Hollendingnum gæti vart verið meira sama hvað Redknapp finnst. „Allir geta haft sína skoðun en með okkar leikmannahóp, kannski 15-16 leikfæra aðalliðsmenn, þá var þetta ákvörðunin sem ég tók.“ Viðurkenndi Slot að næstu þrír leikir – gegn Aston Villa, Real Madríd og Manchester City – væru honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár er leikmannahópur Liverpool þunnur á ákveðnum svæðum. Þá er fjöldi leikmanna að glíma við meiðsli. Sem stendur lítur meiðslalistinn svona út Alisson Becker – Gæti snúið aftur 10. nóvember Stefan Bajčetić – Gæti snúið aftur 2. nóvember Ryan Gravenberch - Gæti snúið aftur 30. október Alexander Isak - Gæti snúið aftur 30. október Giovanni Leoini - Gæti snúið aftur 25. maí Curtis Jones – Ekki vitað hvenær hann getur snúið aftur Jayden Danns - Gæti snúið aftur 15. nóvember Slot segir að hópur sinn sé hreinlega ekki jafn stór og fólk haldi. Hann sé í kringum 20 leikfærir leikmenn og að meðaltali fjórir meiddir. Sky tekur fram að Liverpool sé ekki að glíma við fleiri eða verri meiðsli en keppinautar þeirra. Helsta vandamál Liverpool eru meiðsli lykilmanna sem hafa engan til að hlaupa í skarðið. Gravenberch og tómarúmið sem hann skilur eftir sig á miðjunni með því að vera á meiðslalistanum er tekið sem hvað skýrasta dæmið um það. Hollendingsins er saknað.EPA/ADAM VAUGHAN Þá veltir Sky fyrir sér hvort leikmannakaup liðsins séu vandamálið. Það var vissulega eytt óheyrilegum upphæðum í þá Isak og Ekitiké, leikmenn sem spila sömu stöðu. Wirtz kom þá án þess að sama staða og hann spilaði hjá Bayer Leverkusen væri að finna í leikkerfi Liverpool. Sama má segja um Frimpong. Liverpool tekur á móti Aston Villa klukkan 20.00 á laugardag í leik sem lærisveinar Arne Slot verða að vinna. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira