Innlent

Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gúmmívinnustofan er í Skipholti 35 en röðin nær langt út Skipholtið.
Gúmmívinnustofan er í Skipholti 35 en röðin nær langt út Skipholtið. Vísir/Boði

Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag.

Á morgun er útlit fyrir mikla snjókomu á höfuðborgarsvæðinu. Veðurfræðingur sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi mögulega að moka sig út úr innkeyrslum sínum á morgun, þriðjudag.

Norbert segir best fyrir fólk að mæta bara vilji það skipta um dekk fyrir morgundaginn.

„Það er best að mæta,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×