Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2025 23:48 Talið er að Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra hans hafi einsett sér að koma stjórn Maduro frá völdum. Rubio síðarnefndi er barn Kúbverja sem flúðu byltinguna þar í landi. AP Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“