Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2025 23:48 Talið er að Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra hans hafi einsett sér að koma stjórn Maduro frá völdum. Rubio síðarnefndi er barn Kúbverja sem flúðu byltinguna þar í landi. AP Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira