Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 09:55 Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AP/Ariana Cubillos Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira