Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 17:00 Rússneskur kafbátur í höfninni í Severomorsk á Múrmanskskaga. Getty/Sasha Modrovets Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni.
Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent