„Ísrael mun missa allan stuðning“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 13:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að Ísraelar innlimi Vesturbakkann. AP/Alex Brandon Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Donald Trump, forseti, segir ekki koma til greina að Ísraelar innlimi Vesturbakkann. Hann hafi persónulega lofað leiðtogum Arabaríkja í Mið-Austurlöndum að það yrði ekki gert. „Ísrael mun missa allan stuðning frá Bandaríkjunum verði það gert,“ sagði Trump í viðtali við Time. Ísraelskir þingmenn greiddu í morgun atkvæði um tvö frumvörp sem lögð hafa verið þingið hvað varða innlimun Vesturbakkans. Atkvæðagreiðslan fór fram þrátt fyrir mótmæli Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og flestra þingmanna Likud-flokks hans. Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frumvörpunum en þau þurfa þó að fara gegnum þrjár aðrar atkvæðagreiðslur áður og nefndir áður en þau verða að lögum, samkvæmt frétt Times of Israel. BBC segir útlit fyrir að með þessu táknræna skrefi hafi fjar-hægri stjórnmálaleiðtogar Ísrael viljað koma höggi á Netanjahú. Vance hefur varið síðustu dögum í Ísrael en hann var sendur þangað af Trump til að ítreka við Ísraela að framfylgja friðaráætluninni sem kennd er við forsetann bandaríska. Áður en hann steig upp í flugvél og fór heim í dag gagnrýndi hann atkvæðagreiðsluna í morgun. „Ef þetta var pólitískt glæfrabragð, þá var þetta mjög heimskulegt pólitískt glæfrabragð,“ sagði Vance og sagðist hann taka þessu að vissu leyti sem persónulegri móðgun. „Vesturbakkinn verður ekki innlimaður af Ísrael.“ Vesturbakkinn hefur verið undir hernámi Ísraela frá 1967 en hann á að vera hluti af framtíðarríki Palestínumanna. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í fyrra að hernám Ísraela væri ólöglegt. Frá því hernámið hófst hafa Ísraelar, samkvæmt BBC, reist um 160 ólöglegar landtökubyggðir á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Þar búa um sjö hundruð þúsund Ísraelar, samhliða um 3,3 milljónum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn hafa ítrekað ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum og jafnvel brennt heilu þorpin. Friðartillögur Trumps eru mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ 26. september 2025 06:50 Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. 4. september 2025 07:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Ríkisstjórn Ísrael hefur veitt leyfi fyrir tuttugu og tveimur nýjum landtökubyggðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar á meðal verða landtökubyggðir, sem þegar hafa verið byggðar upp án leyfis, viðurkenndar af yfirvöldum. 29. maí 2025 09:57 Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti, segir ekki koma til greina að Ísraelar innlimi Vesturbakkann. Hann hafi persónulega lofað leiðtogum Arabaríkja í Mið-Austurlöndum að það yrði ekki gert. „Ísrael mun missa allan stuðning frá Bandaríkjunum verði það gert,“ sagði Trump í viðtali við Time. Ísraelskir þingmenn greiddu í morgun atkvæði um tvö frumvörp sem lögð hafa verið þingið hvað varða innlimun Vesturbakkans. Atkvæðagreiðslan fór fram þrátt fyrir mótmæli Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og flestra þingmanna Likud-flokks hans. Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frumvörpunum en þau þurfa þó að fara gegnum þrjár aðrar atkvæðagreiðslur áður og nefndir áður en þau verða að lögum, samkvæmt frétt Times of Israel. BBC segir útlit fyrir að með þessu táknræna skrefi hafi fjar-hægri stjórnmálaleiðtogar Ísrael viljað koma höggi á Netanjahú. Vance hefur varið síðustu dögum í Ísrael en hann var sendur þangað af Trump til að ítreka við Ísraela að framfylgja friðaráætluninni sem kennd er við forsetann bandaríska. Áður en hann steig upp í flugvél og fór heim í dag gagnrýndi hann atkvæðagreiðsluna í morgun. „Ef þetta var pólitískt glæfrabragð, þá var þetta mjög heimskulegt pólitískt glæfrabragð,“ sagði Vance og sagðist hann taka þessu að vissu leyti sem persónulegri móðgun. „Vesturbakkinn verður ekki innlimaður af Ísrael.“ Vesturbakkinn hefur verið undir hernámi Ísraela frá 1967 en hann á að vera hluti af framtíðarríki Palestínumanna. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í fyrra að hernám Ísraela væri ólöglegt. Frá því hernámið hófst hafa Ísraelar, samkvæmt BBC, reist um 160 ólöglegar landtökubyggðir á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Þar búa um sjö hundruð þúsund Ísraelar, samhliða um 3,3 milljónum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn hafa ítrekað ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum og jafnvel brennt heilu þorpin. Friðartillögur Trumps eru mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ 26. september 2025 06:50 Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. 4. september 2025 07:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Ríkisstjórn Ísrael hefur veitt leyfi fyrir tuttugu og tveimur nýjum landtökubyggðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar á meðal verða landtökubyggðir, sem þegar hafa verið byggðar upp án leyfis, viðurkenndar af yfirvöldum. 29. maí 2025 09:57 Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ 26. september 2025 06:50
Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. 4. september 2025 07:01
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Ríkisstjórn Ísrael hefur veitt leyfi fyrir tuttugu og tveimur nýjum landtökubyggðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar á meðal verða landtökubyggðir, sem þegar hafa verið byggðar upp án leyfis, viðurkenndar af yfirvöldum. 29. maí 2025 09:57
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent