Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 06:50 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, mætir til fundarins í gær. Getty/Photonews/Philip Reynaers Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira