Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2025 14:40 Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri hjá Icelandair, heldur úti Flugvarpinu, hlaðvarpi um íslensk flugmál. úr einkasafni Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld. Þetta segir flugstjórinn Jóhannes Bjarni Guðmundsson í skoðanagrein á Vísi en hann heldur úti Flugvarpinu, hlaðvarpi um flugmál. „Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið,” skrifar Jóhannes Bjarni. Jóhannes Bjarni er flugstjóri á Boeing 737-þotum Icelandair.úr einkasafni Hann segir yfirlýst markmið evrópsku umhverfisskattanna hafa verið að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. „Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu,” segir Jóhannes. Hann nefnir þann kostnað sem Icelandair þurfti í fyrra að bera af kolefnisgjöldum. „Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna.” Ráðherra flugmála, Eyjólfur Ármannnsson, var gestur Jóhannesar Bjarna í Flugvarpinu síðastliðið sumar.Flugvarpið Jóhannes segir vert að minna á að losun frá fluginu sé um 2-3% af allri losun í heiminum. Núna séu boðaðar lagabreytingar í því skyni að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF í eldsneytisnotkun flugfélaga. „Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti,” skrifar Jóhannes og segir nær að horfa til Bandaríkjamanna sem hafi farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. „Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða.” Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Icelandair Gjaldþrot Play EES-samningurinn Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. 22. október 2025 08:47 Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. 17. október 2025 06:46 Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. 6. október 2025 16:18 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta segir flugstjórinn Jóhannes Bjarni Guðmundsson í skoðanagrein á Vísi en hann heldur úti Flugvarpinu, hlaðvarpi um flugmál. „Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið,” skrifar Jóhannes Bjarni. Jóhannes Bjarni er flugstjóri á Boeing 737-þotum Icelandair.úr einkasafni Hann segir yfirlýst markmið evrópsku umhverfisskattanna hafa verið að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. „Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu,” segir Jóhannes. Hann nefnir þann kostnað sem Icelandair þurfti í fyrra að bera af kolefnisgjöldum. „Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna.” Ráðherra flugmála, Eyjólfur Ármannnsson, var gestur Jóhannesar Bjarna í Flugvarpinu síðastliðið sumar.Flugvarpið Jóhannes segir vert að minna á að losun frá fluginu sé um 2-3% af allri losun í heiminum. Núna séu boðaðar lagabreytingar í því skyni að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF í eldsneytisnotkun flugfélaga. „Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti,” skrifar Jóhannes og segir nær að horfa til Bandaríkjamanna sem hafi farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. „Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða.”
Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Icelandair Gjaldþrot Play EES-samningurinn Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. 22. október 2025 08:47 Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. 17. október 2025 06:46 Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. 6. október 2025 16:18 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. 22. október 2025 08:47
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. 17. október 2025 06:46
Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. 6. október 2025 16:18