Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 16:18 Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð vegna losunarheimilda daginn eftir að félagið varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent