Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 16:18 Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð vegna losunarheimilda daginn eftir að félagið varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og Orkustofnun var kolefnislosun Play 165.000 tonn á síðasta ári og átti uppgjör vegna þessarar losunar að fara fram þann 30. september, daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins. Mbl.is greindi fyrst frá. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar Halldórsson, teymisstjóri loftgæða- og losunarheimilda hjá Umhverfis- og orkustofnun, staðfestir í samtali við fréttastofu að kolefnislosun Play á síðasta ári hafi verið 165 þúsund tonn. Play hafi fengið rúmlega 44 þúsund gjaldfrjáls tonn vegna losunar á síðasta ári og því má áætla að flugfélagið hafi þurft að kaupa heimild fyrir losun 121 þúsund tonna. Senda út áminningarpósta Verð hverrar einingar var um 75 evrur þann 30. september og má því áætla að upphæðin sem Play hefði átt að borga sé rúmir 1,3 milljarðar. Ef ekki er greitt fyrir heimildir fyrir gjalddaga þá bætist við 100 evru sekt á hvert tonn sem losað er. Einar segir að stofnunin hafi ekki átt sérstök samskipti við Play vegna yfirvofandi gjalddaga og þeirrar staðreyndar að flugfélagið hafði ekki greitt fyrir sínar heimildir. „Það eru sendir út áminningarpóstar en við sjáum síðan bara hvort það sé búið að borga eða ekki.“ Ísland eina landið með endurgjaldslausar losunarheimildir Í byrjun árs 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Evrópusambandinu vegna losunarheimilda þar sem fasa átti út endurgjaldslausar heimildir. Fyrst átti að minnka heimildir um 25% og svo um 50% árið eftir og engar slíkar yrðu í boði frá og með næsta ári. Árið 2023 sömdu íslensk stjórnvöld hins vegar við Evrópusambandið um losunarheimildir fyrir árin 2025 og 2026. Ekki er þó um að ræða viðbótarlosunarheimildir heldur fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa heimildum Íslands til flugfélaganna. Kostnaðurinn fellur því í raun á ríkið sem annars hefði getað selt þessar auknu heimildir á opnum markaði og fengið tekjur af. Tekjutap ríkisins gæti numið allt að þremur milljörðum króna vegna þessa á þessu og næsta ári. Aðspurður hvort gerð verði krafa í þrotabú flugfélagsins þar sem Play hafi ekki staðið í skilum segir Einar að reynt hafi á slíkt þegar WOW Air varð gjaldþrota árið 2019. Þá hafi málið strandað á því að Umhverfis- og Orkustofnun var ekki eigandi kröfunnar vegna losunarheimilda. „Ég geri ráð fyrir að það verði lögð sekt á þá sem taka við, hvort sem það verði þrotabúið eða aðrir. Síðan þarf að skoða betur hvort lagaramminn hafi breyst, hvort við séum kröfuhafi losunarheimilda eða einhver annar. Við þurfum að eiga samtöl við ESB og EFTA hvað það varðar,“ sagði Einar Halldórsson teymisstjóri hjá Umhverfis- og Orkustofnun.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira