Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. október 2025 08:47 Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Eitt meginverkefni stjórnvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna sinnar þjóðar, ekki hvað síst til að tryggja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem standa í alþjóðlegri samkeppni. Þetta má segja að hafi verið rauði þráðurinn í viðtölum mínum við forsvarsmenn úr íslenskum flugrekstri á afmælisviðburði Flugvarpsins, hlaðvarps Íslendinga um flugmál fyrr í þessum mánuði og er tilefni þessara skrifa. Íslenskur flugrekstur er afar mikilvægur þjóðarbúi okkar og þrátt fyrir gjaldþrot flugfélaga á síðustu mánuðum eigum við enn gríðarlega öflug fyrirtæki í alþjóðlegum flugrekstri þar sem þúsundir Íslendinga vinna sérhæfð störf. Þessum fyrirtækjum þurfa stjórnvöld að gefa gaum og gæta þess að leggja ekki á þau óþarfar og ósanngjarnar álögur eins og því miður hefur verið gert. Milljarðar í kolefnisgjöld Kolefnisgjöld á íslensk flugfélög eru afar ósanngjörn og til að bíta höfuðið af skömminni þá eru gjöldin jafnvel hærri þar sem losunin er minni. Þetta á við um flug sem hefur viðkomu á Íslandi til Bandaríkjanna því fyrri leggurinn frá Evrópu til Keflavíkur er skattlagður sem flug innan Evrópu. Bandarísk flugfélög sem fljúga sömu flugleið án viðkomu hérlendis greiða ekki þessi gjöld og af því að félagið er íslenskt og hefur viðkomu hérlendis þá er gjaldið líka hærra en það væri fyrir evrópskt flugfélag sem flýgur beint yfir hafið. Þetta er dæmi um ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi þar sem íslensk stjórnvöld undirgengust evrópska umhverfisskatta (ETS) án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Þetta eru umhverfissskattar þar sem yfirlýst markmið er að fá fólk til að ferðast með lestum frekar en flugvélum. Þar sem það er ekki hægt, eins og til dæmis milli Kanaríeyja og Spánar, þá er undanþága á því flugi þar sem eyjarnar eru skilgreindar „útvörður“ svæðisins. Það sama ætti auðvitað að eiga við um Ísland en því miður er þetta sorglegt dæmi um hversu illa við höfum haldið á hagsmunum flugsins á Íslandi að það skuli vera í gildi undanþága á eyjaflugi milli Spánar og Kanaríeyja, en ekki milli Íslands og Evrópu. Icelandair sem nú treður marvaðann við að ná endum saman í rekstrinum þurfti að greiða sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna í kolefnisgjöld fyrir árið 2024. Á sama tíma er félagið að reyna endurnýja flugflotann og fá sparneytnari flugvélar sem menga minna. Í allri umræðu um losun gróðurhúsalofttegunda er líka vert að minna á að losun frá fluginu er einungis um 2-3% af allri losun í heiminum. Alþjóðsamningar: Flugfélagið Air Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fékk flugrekstrarleyfi á Möltu fyrir nokkrum árum síðan og er í dag með 10 af 17 breiðþotum sínum skráðar á Möltu. En af hverju? Jú það snýst um samkeppnishæfni og Ísland hefur ekki verið með nauðsynlega tvíhliða samninga til að félagið gæti keppt á alþjóðlegum markaði. Ísland er sem dæmi ekki með loftferðasamning við Kína en með því að hafa flugrekstrarleyfi á Möltu og skrá flugvélarnar þar, opnast stærsta markaðssvæði heims fyrir stærstu fraktflugvélar heims eins og þær sem Atlanta rekur. Önnur ástæða var sú að Ísland hefur ekki haft tvísköttunarsamning við Saudi Arabíu þar sem stór hluti flugs Atlanta fer fram. Þetta mun nú loks standa til bóta sem er vel, en frekar dapurt að það hafi tekið mörg ár að ljúka slíkum samningi. Flugfélagið gat heldur ekki beðið og sótti sér flugrekstrarleyfi á Möltu. Loftlagsmálin: Nú eru boðaðar breytingar á lögum um loftlagsmál og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar. Einn liður í að minnka losun frá flugi er að auka hlutfall sjálfbærs eldsneytis eða SAF (sustainable aviation fuel) í eldsneytisnotkun flugfélaga, en eldsneytiskaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstrinum. Evrópusambandið hefur valið þá leið að regluvæða þessa notkun og skylda notkun á ákveðnu hlutfalli af SAF og það hlutfall á að hækka verulega á allra næstu árum. SAF er í dag 3-5 sinnum dýrara en venjulegt þotueldsneyti. Það væri nær að horfa til vesturs í þessum efnum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið hvataleið til að auka notkun á SAF í stað valdboða og sektarákvæða. Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands til að gefa flugrekstri á Íslandi meiri gaum hér eftir en hingað til. Við eigum að vera í forystuhlutverki og efla flugrekstur hér á landi með því að búa honum bestu skilyrði til vaxtar og ekki hefta fyrirtækin í fjötra reglugerða. Í íslenskum flugrekstri býr mikill auður í öflugu fólki sem með kunnáttu, reynslu og hugrekki hefur alla burði til að keppa á alþjóðlegum flugmarkaði. En það þarf frelsi til þess. Höfundur er flugstjóri og stýrir Flugvarpinu, hlaðvarpi Íslendinga um flugmál.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar