Enski boltinn

Dyche færist nær Forest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sean Dyche er þrautreyndur stjóri.
Sean Dyche er þrautreyndur stjóri. epa/VINCE MIGNOTT

Margt bendir til þess að Sean Dyche verði næsti knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Ange Postecoglou var rekinn frá félaginu í fyrradag.

Forest tapaði 0-3 fyrir Chelsea á City Ground á laugardaginn. Skömmu eftir leik var Postecoglou sagt upp störfum. Hann stýrði Forest aðeins í átta leikjum en liðið vann engan þeirra.

Dyche var fljótlega orðaður við Forest og samkvæmt enskum fjölmiðlum er hann líklegastur til að taka við Nottingham-liðinu.

Góður gangur er í viðræðum Forest og Dyches og BBC greinir frá því að möguleikar hans á að taka við liðinu hafi aukist talsvert.

Forest ræddi einnig við Roberto Mancini og félagið hafði áhuga á Marco Silva en fannst of mikill kostnaður fylgja því að losa hann undan samningi hjá Fulham.

Hinn 54 ára Dyche hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Everton í janúar. Hann hóf stjóraferilinn hjá Watford en stýrði svo Burnley í áratug.

Forest er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig. Næsti leikur liðsins er gegn Bournemouth á útivelli næsta sunnudag.


Tengdar fréttir

Mancini og Dyche á óskalista Forest

Í annað sinn á tímabilinu þarf Nottingham Forest að finna sér nýjan knattspyrnustjóra. Fyrrverandi stjóri Manchester City er meðal þeirra sem kemur til greina.

Postecoglou rekinn

Ange Postecoglou hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest.

Hitnar enn undir Postecoglou

Pressan á Ange Postecoglou, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, eykst enn en liðið tapaði 0-3 fyrir Chelsea í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×