Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2025 10:01 Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark í búningi Liverpool. getty/Robin Jones Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, og fyrirliði liðsins, Virgil van Dijk, hafa komið Florian Wirtz til varnar eftir rólega byrjun Þjóðverjans á tímabilinu. Slot segir að lukkan hafi ekki verið með Wirtz í liði það sem af er vetrar. Liverpool keypti Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins þar til það gekk frá kaupunum á Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki komið að marki í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu tveimur í Meistaradeild Evrópu. Slot og Van Dijk eru sannfærðir um að það breytist fljótlega. „Ef þú hefur verið keyptur fyrir svona mikinn pening horfir fólk aðallega á mörk og stoðsendingar en hann gæti verið búinn að leggja upp 6-7 mörk nú þegar,“ sagði Slot. „Ef þú horfir á sendingarnar sem hann hefur gefið á samherja sína sem hafa ekki leitt til marka. Besta dæmið er Chelsea-leikurinn þegar hann átti frábæra sendingu á Mohamed Salah mínútu eftir að hann kom inn á. Fyrir Mo er þetta mark í 99 af hverjum hundrað tilfellum. Ég verð að segja 98 af hundrað því í síðasta sinn sem hann fékk svona bolta var frá Wirtz gegn Atlético Madrid en hann skaut í stöng.“ Slot sagði ennfremur að það væri eðlilegt að það tæki tíma fyrir leikmenn að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og ítrekað að Wirtz væri óheppinn að vera ekki búinn að leggja upp nokkur mörk. Þarf aðlögunartíma Van Dijk kveðst sannfærður um að Wirtz sýni sínar bestu hliðar með Liverpool áður en langt um líður. „Aðalmálið er að þegar leikmenn koma inn, sérstaklega fyrir mikinn pening, er að þeim finnist þeir vera velkomnir, heimilislífið sé í góðu lagi og fjölskyldan ánægð. Ef það er til staðar blómstrarðu,“ sagði Van Dijk. „Ofan á það, í hvaða starfsgrein sem er, þarftu tíma til aðlagast hlutunum, kynnast samherjum, hvað þeir vilja gera og kröfunum í ensku úrvalsdeildinni og hjá Liverpool. Þetta er fullkomlega eðlilegt. Við lifum í veröld þar sem er erfitt að fá frið frá öllu utanaðkomandi en svo lengi sem við og Liverpool horfum á hlutina eins og ég geri, að við viljum bæta okkur, verður þetta allt í himnalagi.“ Liverpool tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir landsleikjahléið og missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal. Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02 Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30 Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32 Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Liverpool keypti Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins þar til það gekk frá kaupunum á Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki komið að marki í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu tveimur í Meistaradeild Evrópu. Slot og Van Dijk eru sannfærðir um að það breytist fljótlega. „Ef þú hefur verið keyptur fyrir svona mikinn pening horfir fólk aðallega á mörk og stoðsendingar en hann gæti verið búinn að leggja upp 6-7 mörk nú þegar,“ sagði Slot. „Ef þú horfir á sendingarnar sem hann hefur gefið á samherja sína sem hafa ekki leitt til marka. Besta dæmið er Chelsea-leikurinn þegar hann átti frábæra sendingu á Mohamed Salah mínútu eftir að hann kom inn á. Fyrir Mo er þetta mark í 99 af hverjum hundrað tilfellum. Ég verð að segja 98 af hundrað því í síðasta sinn sem hann fékk svona bolta var frá Wirtz gegn Atlético Madrid en hann skaut í stöng.“ Slot sagði ennfremur að það væri eðlilegt að það tæki tíma fyrir leikmenn að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og ítrekað að Wirtz væri óheppinn að vera ekki búinn að leggja upp nokkur mörk. Þarf aðlögunartíma Van Dijk kveðst sannfærður um að Wirtz sýni sínar bestu hliðar með Liverpool áður en langt um líður. „Aðalmálið er að þegar leikmenn koma inn, sérstaklega fyrir mikinn pening, er að þeim finnist þeir vera velkomnir, heimilislífið sé í góðu lagi og fjölskyldan ánægð. Ef það er til staðar blómstrarðu,“ sagði Van Dijk. „Ofan á það, í hvaða starfsgrein sem er, þarftu tíma til aðlagast hlutunum, kynnast samherjum, hvað þeir vilja gera og kröfunum í ensku úrvalsdeildinni og hjá Liverpool. Þetta er fullkomlega eðlilegt. Við lifum í veröld þar sem er erfitt að fá frið frá öllu utanaðkomandi en svo lengi sem við og Liverpool horfum á hlutina eins og ég geri, að við viljum bæta okkur, verður þetta allt í himnalagi.“ Liverpool tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir landsleikjahléið og missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal. Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02 Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30 Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32 Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02
Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30
Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45