„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2025 15:44 Áður óbirt mynd af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra með Donald Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrú í New York í september. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. „Með hvaða hætti hyggst hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vinna að því að efla tengsl Íslands við Bandaríkin og styrkja samstarf við þau í sessi?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð bar fram fyrirspurn til Kristrúnar.Vísir/Anton Brink „Mér skilst að hæstvirtur forsætisráðherra og fulltrúar þessarar ríkisstjórnar hafi ekki enn leitast við að ná beinu talsambandi við forseta Bandaríkjanna. Verður gerð bragarbót á því? Verður forseta Bandaríkjanna jafnvel boðið til Íslands?“ sagði Sigmundur svo og nefndi að á Íslandi væri fjöldi góðra golfvalla. Kristrún steig þá upp í pontu, þakkaði fyrir fyrirspurnina og sagði Bandaríkin alltaf hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðavísu. Ísland gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi góðra samskipta við Bandaríkin. Kristrún svaraði Sigmundi.Vísir/Anton „Við höfum ekki ennþá átt tvíhliða formlegan fund með Bandaríkjaforseta. Ég hef hins vegar hitt Bandaríkjaforseta í tvö skipti, átt í stuttum samræðum við forseta og nefnt þá sérstaklega áhuga okkar á frekari samskiptum, viðskiptum og fjárfestingu og að styrkja varnarinnviði hér,“ sagði Kristrún. Skilaboðin frá íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálamönnum hafi verið mjög skýr um áhuga á frekara samstarfi við Bandaríkin. Sigmundur Davíð tók þá aftur til máls og sagði ríkisstjórnina skorta tengingu við veruleikann. „Er ekki orðið tímabært að ná raunveruleikatengingu? Gera sér grein fyrir því að Bandaríkin hafa aftur fest sig í sessi með fyrri hætti sem leiðandi afl á alþjóðavísu. Þá dugar ekki að spjalla við menn sem menn hitta á göngunum á alþjóðafundunum eða halda lyftufund og segja að Ísland vilji gjarnan vinna vel með Bandaríkjunum,“ sagði hann svo. Samtalið virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað Fréttastofa hafði samband við forsætisráðherra til að forvitnast út í samskipti hans við Bandaríkjaforseta og stöðu mála þar. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við höfum óskað eftir fundi með Bandaríkjaforseta og stjórnvöldum vestanhafs, á hápólitíska stiginu. Sú beiðni liggur enn þá inni en ég hef hitt Bandaríkjaforseta í tvígang, annars vegar á NATO-fundinum í Haag í sumar og svo hitti ég hann þegar ég var í New York, núna á dögunum, í boði á vegum Bandaríkjaforseta,“ segir Kristrún um Donald Trump. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur átt annasama daga undanfarið.AP/Jacquelyn Martin „Ég nýti öll svona tækifæri til þess að halda uppi hagsmunum Íslands og það er þannig að í bæði skiptin sem ég hef hitt hann, segir hann við mig að fyrra bragði að hann sé meðvitaður um stöðu varnarmála á Íslandi og að Bandaríkin muni standa við sínar skuldbindingar á Íslandi.“ Greinilegt væri að Bandaríkjaforseti væri „mjög meðvitaður“ um að varnarsamstarf ríkjanna gangi áfram vel. „En ég hef líka átt í talsverðum samskiptum við lönd sem eru í okkar bakgarði, ég fór til Færeyja í maí og ég er að fara til Grænlands í næstu viku. Ég átti tvíhliða fund með forsætisráðherra Kanada um daginn í London og hef margoft rætt við forsætisráðherra Noregs og Danmerkur og aðkomu þeirra að þessu Norðurslóðasvæði,“ segir hún. „Ég hef rætt það líka við Bandaríkjaforseta, og gerði það í New York, að við myndum gjarnan vilja efla tengslin á þessu svæði á sviði fjárfestinga og innviðauppbyggingar og hann tók mjög vel í það,“ segir Kristrún. Hún hafi jafnframt rætt við Howard Lutnick, bandaríska viðskiptamálaráðherrann, um áhuga íslenskra stjórnvalda á að fá bandaríska fjárfestingu til landsins og að Íslendingar væru virkir í innviðafjárfestingu á Norðurslóðum. Hann hefði sýnt því áhuga. „Þannig samtalið er auðvitað mjög virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað,“ segir hún. Veit af áhuganum og tók vel í fund Kristrún sagði þónokkuð liðið síðan beiðni frá Íslandi um fund með Bandaríkjaforseta fór formlega inn í kerfið. Ekkert hafi heyrst af henni en Trump hafi þó sýnt fundinum áhuga. „Ég ræddi það nú við Bandaríkjaforseta þegar ég hitti hann í New York um daginn að ég myndi gjarnan vilja hitta hann í Bandaríkjunum og auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands ef hann hefur áhuga og hann tók mjög vel í það. Hann veit af áhuga okkar og það mun koma að þessu, það er bara spurning hvenær,“ segir Kristrún. Þetta eru þá fundir um varnarinnviðauppbyggingu? „Það eru vissulega varnartengdir innviðir en líka fjárfesting í verðmætasköpun hérna á svæðinu. Það er fjöldinn allur af bandarískum fyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum frá löndunum sem ég nefndi áðan, Kanada, Noregur, Danmörk og fleiri, sem eru að horfa á þetta svæði,“ segir Kristrún um Ísland. „Við þurfum að vera virk sjálf í að stýra ferðinni um það hvernig fjárfesting þróast á okkar slóðum. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég er að fara til Grænlands ég og Jens-Frederik, forsætisráðherra Grænlands, viljum endilega styrkja böndinn hvað það varðar og sýna hvað við erum gott teymi á Norðurslóðum.“ Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál NATO Sameinuðu þjóðirnar Miðflokkurinn Donald Trump Alþingi Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. „Með hvaða hætti hyggst hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vinna að því að efla tengsl Íslands við Bandaríkin og styrkja samstarf við þau í sessi?“ spurði Sigmundur. Sigmundur Davíð bar fram fyrirspurn til Kristrúnar.Vísir/Anton Brink „Mér skilst að hæstvirtur forsætisráðherra og fulltrúar þessarar ríkisstjórnar hafi ekki enn leitast við að ná beinu talsambandi við forseta Bandaríkjanna. Verður gerð bragarbót á því? Verður forseta Bandaríkjanna jafnvel boðið til Íslands?“ sagði Sigmundur svo og nefndi að á Íslandi væri fjöldi góðra golfvalla. Kristrún steig þá upp í pontu, þakkaði fyrir fyrirspurnina og sagði Bandaríkin alltaf hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðavísu. Ísland gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi góðra samskipta við Bandaríkin. Kristrún svaraði Sigmundi.Vísir/Anton „Við höfum ekki ennþá átt tvíhliða formlegan fund með Bandaríkjaforseta. Ég hef hins vegar hitt Bandaríkjaforseta í tvö skipti, átt í stuttum samræðum við forseta og nefnt þá sérstaklega áhuga okkar á frekari samskiptum, viðskiptum og fjárfestingu og að styrkja varnarinnviði hér,“ sagði Kristrún. Skilaboðin frá íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálamönnum hafi verið mjög skýr um áhuga á frekara samstarfi við Bandaríkin. Sigmundur Davíð tók þá aftur til máls og sagði ríkisstjórnina skorta tengingu við veruleikann. „Er ekki orðið tímabært að ná raunveruleikatengingu? Gera sér grein fyrir því að Bandaríkin hafa aftur fest sig í sessi með fyrri hætti sem leiðandi afl á alþjóðavísu. Þá dugar ekki að spjalla við menn sem menn hitta á göngunum á alþjóðafundunum eða halda lyftufund og segja að Ísland vilji gjarnan vinna vel með Bandaríkjunum,“ sagði hann svo. Samtalið virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað Fréttastofa hafði samband við forsætisráðherra til að forvitnast út í samskipti hans við Bandaríkjaforseta og stöðu mála þar. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við höfum óskað eftir fundi með Bandaríkjaforseta og stjórnvöldum vestanhafs, á hápólitíska stiginu. Sú beiðni liggur enn þá inni en ég hef hitt Bandaríkjaforseta í tvígang, annars vegar á NATO-fundinum í Haag í sumar og svo hitti ég hann þegar ég var í New York, núna á dögunum, í boði á vegum Bandaríkjaforseta,“ segir Kristrún um Donald Trump. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur átt annasama daga undanfarið.AP/Jacquelyn Martin „Ég nýti öll svona tækifæri til þess að halda uppi hagsmunum Íslands og það er þannig að í bæði skiptin sem ég hef hitt hann, segir hann við mig að fyrra bragði að hann sé meðvitaður um stöðu varnarmála á Íslandi og að Bandaríkin muni standa við sínar skuldbindingar á Íslandi.“ Greinilegt væri að Bandaríkjaforseti væri „mjög meðvitaður“ um að varnarsamstarf ríkjanna gangi áfram vel. „En ég hef líka átt í talsverðum samskiptum við lönd sem eru í okkar bakgarði, ég fór til Færeyja í maí og ég er að fara til Grænlands í næstu viku. Ég átti tvíhliða fund með forsætisráðherra Kanada um daginn í London og hef margoft rætt við forsætisráðherra Noregs og Danmerkur og aðkomu þeirra að þessu Norðurslóðasvæði,“ segir hún. „Ég hef rætt það líka við Bandaríkjaforseta, og gerði það í New York, að við myndum gjarnan vilja efla tengslin á þessu svæði á sviði fjárfestinga og innviðauppbyggingar og hann tók mjög vel í það,“ segir Kristrún. Hún hafi jafnframt rætt við Howard Lutnick, bandaríska viðskiptamálaráðherrann, um áhuga íslenskra stjórnvalda á að fá bandaríska fjárfestingu til landsins og að Íslendingar væru virkir í innviðafjárfestingu á Norðurslóðum. Hann hefði sýnt því áhuga. „Þannig samtalið er auðvitað mjög virkt þó formlegir fundir hafi ekki átt sér stað,“ segir hún. Veit af áhuganum og tók vel í fund Kristrún sagði þónokkuð liðið síðan beiðni frá Íslandi um fund með Bandaríkjaforseta fór formlega inn í kerfið. Ekkert hafi heyrst af henni en Trump hafi þó sýnt fundinum áhuga. „Ég ræddi það nú við Bandaríkjaforseta þegar ég hitti hann í New York um daginn að ég myndi gjarnan vilja hitta hann í Bandaríkjunum og auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands ef hann hefur áhuga og hann tók mjög vel í það. Hann veit af áhuga okkar og það mun koma að þessu, það er bara spurning hvenær,“ segir Kristrún. Þetta eru þá fundir um varnarinnviðauppbyggingu? „Það eru vissulega varnartengdir innviðir en líka fjárfesting í verðmætasköpun hérna á svæðinu. Það er fjöldinn allur af bandarískum fyrirtækjum og fleiri fyrirtækjum frá löndunum sem ég nefndi áðan, Kanada, Noregur, Danmörk og fleiri, sem eru að horfa á þetta svæði,“ segir Kristrún um Ísland. „Við þurfum að vera virk sjálf í að stýra ferðinni um það hvernig fjárfesting þróast á okkar slóðum. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég er að fara til Grænlands ég og Jens-Frederik, forsætisráðherra Grænlands, viljum endilega styrkja böndinn hvað það varðar og sýna hvað við erum gott teymi á Norðurslóðum.“
Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál NATO Sameinuðu þjóðirnar Miðflokkurinn Donald Trump Alþingi Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20. febrúar 2025 15:29