Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 11:44 Fjöldi Palestínumanna sneri aftur að heimilum sínum eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Mikil eyðilegging blasir við. AP Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47