Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 12:19 Palestínumenn streyma fótgangandi norður Gasaströndin eftir að langþráð vopnahlé tók gildi í dag. AP/Abdel Kareem Hana Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47