Halla og Þorbjörg á leið til Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 08:04 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink/Ívar Fannar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira